Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 38
132 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ást dóttur sinnar; þau áttu aldrei vel saman. Föður sinn sá Anna sjaldan, nema við miðdags- og kvöldborðið, og þá þá þurfti hann oftast að ávíta hana fyrir eitthvað. »Þegar þú ert farinn«, sagði Anna við Vilhelm á leiðinni til herbergis síns, »þá stæði mér á sama, þó að ég yrði send burt í skóla, en það mun varla verða«. »Hversvegna ekki?« spurði Vilhelm. »Af því að það kostar peninga. Allir segja að faðir minn sé ríkur, en þó mun hann varla tíma að kosta til mín nokkur hundruð dölum«. . Vilhelm svaraði ekki, því hann þekkti mjög vel þessa veiku hlið frænda síns. »Látum svo vera«; sagði hann, »tím- inn líður fljótt, og ég kem heim aftur með ýmsa fallega hluti frá Kína, handa þér. »Fer skipið til Kína?« sagði Anna og gat naumast dulið geðshræringu sína. »Já, til Kína«, svaraði Vilhelm og gat ekki dulið gleði sína yfir því að fara svo langa ferð. »Hve lengi verður þú í burtu?« »Að ári liðnu vei-ð ég líldega kominn aftur«. »Að ári liðnu«, tók Anna upp, og henni vöknaði um augu. »En ef þú yrðir nú veikur?« »Ég verð ekki veikur«, sagði Vilhelm, eins og hann ætti það alveg víst. »Kast skipstjóri er harður og strang- ur«, hélt Anna áfram, »hann hegnir mönnum sínum harðlega, hversu lítið sem þeim verður á«. »En ef hann nú fær enga ástæðu til að finna að við mig«, sagði Vilhelm og svipur hans, sem ann- ars var svo sakleysislegur, varð nú al- varlegur. »Ég skal með glöðu geði vinna hvert það verk, sem skipsdrengir eru vanir að gera; meira getur hann ekki heimtað, og ef hann gerir það, þá mót- mæli ég honum. »Nei, nei, það dugir þér ekki. Skipstjórinn er bráðlyndur, og veit ekki hvað hann gerir í bræði siniik. »Ég hræðist hann ekki; hann má ekki gleyma því, að ég er frændi föður þíns. órétt þoli ég ekki«. Anna varð rólegri, þegar hún sá, hve einbeittur hann var. Létu þau nú tal þetta falla niður, en fóru að tala um framtíð sína, eins og það væri sjálfsagt, að þau ættu ávalt að vera sam- an. Þeim fannst þau hafa aðeins hlýjan vináttuhug hvort til annars, en það var hin fyrsta ást, sem nú tók að byrja að blómgast í brjóstum þeirra. Þegar Vilhelm næsta morgun kom inn á ritstofu frænda síns, var hann í óvana- lega góðu skapi. »Þú ferð þá af frjáls- um vilja þessa sjóferð?« spurði hann. »Já«, svaraði Vilhelm hreinskilnislega. »Það, sem Anna sagði í gær um skipstjór- ann er tóm heimska; hann er ágætismað- ur og strangur agi er nauðsynlegur á hverju skipi«. »Ég hræöist hann heldur ekki, ég mun gera skyldu mína, og þá dugir eng'um að finna að við mig«. Reið- arinn horfði undrandi á hann. Orð hans lýstu meira þreki og einbeittni, en hann hafði búizt við hjá honum. Hæðnisbros lék sem snöggvast um varir .hans, og hann sagði: »Þú verður þó að hlýða«. »Það mun ég gera, meðan mér er ekki skipað neitt sem rangt er«. »Það er ekki þitt að skera úr því«. »Það sem mér finnst órétt, mun ég ekki gera«. Reiðar- inn deplaði augunum og fram á varir hans var komið svar, en hann stillti sig, því hann gat rólegur eftirlátið það Kast, að koma frænda sínum á aðra skoðun, og að skipstjóri mundi gera það, var hann samfærður um. »Það mun enginn heimta neitt af þér, sem rangt er, en segðu mér nú, hvort þú hefir einskis að óska«. Vilhelm hugsaði sig um, hann hefði gjarnan viljað biðja hann að vera vingjarnlegri við dóttur sína, en hann þorði það ekki. »Nei«, svaraði hann.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.