Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 39
ÚTI Á HAFI 133 »Skipstjóra hef ég reyndar falið á hend- ur að annast allar þarfir þínar, en þó vil ég ekki láta þig vera alveg peninga- lausan, því verið getur, að þar sem skip- ið kemur á hafnir, og þú ferð i land, að þú hafir gaman af að kaupa þér eitthvað. Gættu þess einungis, að fara sparlega með peningana«. Hann fékk honum tals- verða peningaupphæð. Vilhelm varð mjög glaður við, en hann hugsaði á þessu augnabliki ekki um sjálfan sig, heldur um það, að nú gæti hann keypt gjafir handa Önnu. »Ég þakka þér fyrir«, sagði hann, og í fyrsta skifti á æfinni horfði hann þakklátum augum á frænda sinn. Næsta morgun lagði skipið af stað. Skilnaðurinn varð Vilhelm sárari, en hann hafði búizt við. Nokkra daga fyrst var hann þungt haldinn af sjóveiki og heimþrá, en hann herti síg upp, eins og hann gat, til að yfirvinna hvort tveggja, því honum gi*amdist hæðnishlátur háset- anna, og tillit skipstjóra, sem lýsti megn- ustu fyrirlitningu; sízt af öllu sýndi hann honum nokkra vægð, eða með- aumkvun. Smásaman frískaðist hann og gekk með glöðum huga til vinnu sinnar. Hásetarnir, sem hálfkenndu í brjósti um hann, reyndu að hlífa honum, en skip- stjóri öskraði í byrstum róm, að hann liði ekki neina bjálfa á sínu skipi, heldur yrði hver og einn að vinna sitt verk. Þess vegna reyndi Vilhelm til að gera sitt verk hjálparlaust, þótt honum félli það ærið þungt í fyrstu. Og það var eins og líkami hans þyrfti þessa með. Eins og andlit hans varð með hverjum degi meira og meira veðurtek- ið, þannig gildnaði hann, og vöðvarnir stæltust. Eftir stuttan tíma fundust hon- um einskisvirði þau verk, sem honum í fyrstu fundust svo erfið, að nærri lá, að hann uppgæfist við þau. Hann var hug- rakkur og óttaðist enga hættu. Þar að auki var hann síkátur og skemmtinn, svo hann varð brátt yndi og eftirlæti háset- anna. Eitt kvöld sat Vilhelm á þilfarinu með gömlum, gráhærðum sjómanni, Tom að nafni, sem allan aldur sinn hafði alið á sjónum og næstum því var búinn að gleyma föðurnafni sínu, Steffen, þar eð kunningjar hans nefndu hann aldrei annað en Tom. Þeir höfðu búið sér til »grog« og sátu við drykkju. »Vilhelm«, sagði gamli Tom um leið og hann sló þétt á herðar honum, þegar þú komst fyrst um borð, þá ýtti ég í báts- manninn og spurði hann, hvort faðir þinn hefði verið mjólkursali, svo fölur og grannleitur varst þú þá. Ég gat ó- mögulega ætlað að nokkurntíma yrði úr þér sjómaður, því ég hélt'að hinn fyrsti vindblær myndi feykja þér fyrir borð, og fyrstu dagana hefði ég ekki þorað að snerta þig af ótta við það, að ég myndi brjóta í þér hvert bein. Nú ert þú orðinn duglegur karl, sem ekki vantar annað en skeggið til þess að geta heitið sjómaður. Hérna, drekktu!« Og hann rétti honum glas með groggi. í annað skipti dró hann hann til hliðar, þangað sem enginn heyrði til þeirra. »Hvað þykir þeim gamla að þér?« spurði hann lágt og benti á káetu- dyr skipstjóra. »Ég veit það ekki, ég held ekkert«, svaraði Vilhelm. »Mér virðist það þó«, svaraði Tom. »Hversvegna?« Tom þagði og Vilhelm varð að endurtaka spurninguna. »Sjáðu nú til, ég er nú bú- inn að vera 4 ár á þessu skipi og þekki hann. Ef ég hefði ekki svo hátt kaup, væri ég fyrir löngu búinn að ráða mig á annað skip; skipið sjálft er reyndar á- gætt, en þeim gamla trúi ég ekki. Ég ótt- ast engan mann, og þó kærði ég mig ekki um að eiga illt við hann. Ég geri skyldu mína, og þess vegna getur hann ekki gert mér neitt«. »Ég geri það líka, og þess vegna hræðist ég hann heldur ekki«, sagði Vilhelm glaður. »Já, þú ert

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.