Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 40
134 NÝJAR KVÖLDVÖKUR afbragðs karl«, hélt Tom áfram; það er orðinn meiri maður úr þér, en ég hefði getað búizt við. Sá gamli veit það eins vel og ég og við allir, því hann er dugleg- ur sjómaður. En tillit hans, þegar hann lítur til þín, það geðjast mér ekki«. »0, ég kæri mig ekki um, að hann sé vin- gjarnlegur við mig«, sagði Vilhelm hlæj- andi. »Mér geðjast heldur ekki að því, að hann skipar þér oft verk, sem létta- drengir eru ekki færir um að vinna, jafn- vel þótt þú leysir þau ágætlega af hendi. Þegar við nýlega fengum hvassviðri mik- ið, skipaði hann þér að rifa segl, sem sterkari hendur þurfa til en þínar. Ég var sem á glóðum, því mér datt ekki í hug að þú mundir geta það. Ef þér hefði fatað minnstu vitund, þá var úti um þig«. »Það gladdi mig að hann bar svona gott traust til mín«, sagði Vilhelm. Tom hristi höfuðið. »Það var ekki þitt með- færi«, sagði hann. »Ég gat þó leyst það af hendi«, sagði Vilhelm hróðugur. »Já, það gerðir þú, en hrósaði sá gamli þér nokkuð fyrir það?« »Nei, en það er ekki vani hans«. »Það er reyndar satt, að ég hef aldrei heyrt hann segja neitt hrós- yrði; það var heldur ekki það, sem ég furðaði mig á, en ég virti hann fyrir mér, þegar þú varst uppi. Þegar þú varst búinn að festa seglið eins og vera átti, og komst niður, þá sneri hann sér frá, gremjulegur á svip, og tók að atyrða mig, jafnvel þótt ég gæfi ekkert tilefni til þess. Hann var gramur yfir einhverju«. »Yfir hverju?« spurði Vilhelm. Tom hik- aði við svarið. »Ég veit það ekki, því hugsanir annara getur maður ekki vitað, en meira en ég veit, vil ég ekki segja. Gættu þín vel, Vilhelm«. »Ég held þú hafir ekki á réttu að standa, Tom. Hann vill ekki taka mig fram yfir aðra, af því að ég er á skipi frænda míns; ég kæri mig heldui' ekki um það«. »Getur veriö, en ekki held ég það. Hafðu augun opin,. ég geri það sama. Ég hygg að skipstjór- ann renni grun í það, því að hann lítur oft illilega til mín, en það hirði ég ekki um, því gamall sjómaður, eins og ég, þekkir skyldu sína«. Elten hafði þekkt skipstjórann rétt. Jafnvel þótt hann í fyrstu hefði hafnað boðinu, þá gat hann þó ekki um annað hugsað, þegar hann var kominn á sjó, og sat liðlangan daginn í káetu sinni. Hin- um 20000 dölum gat hann ekki gleymt. Engin líkindi voru til, að hann gæti nokkurntíma á æfinni innunnið sér svo mikið fé. Enn hafði hann ekki tekið neina fasta ákvörðun; samvizka hans var reyndar vel sofandi, en honum hraus þó hugur við hættunni. Átti hann þá pen- inganna vegna að setja allt í veð? Þegar verkið var unnið, gat þá ekki eitthvað orðið til þess að koma upp um hann? Með illu geði hafði hann i fyrstu tekið Vilhehn á skipið, en þegar hann sá, hve duglegur sjómaður hann varð, þá gat hann stundum ekki að því gert, að hon- um varð hlýtt til drengsins; en þeirri hugsun hratt hann frá sér, og óvild hans til drengsins óx að sama skapi sem vel- vild hásetanna til hans. Honum gramdist hve vel hann var þokkaður, því ef hann skipaði honum eitthvert verk, sem hættu- legt var, þá gat hann átt víst, að háset- arnir mundu gæta að honum, til þess að hjálpa, ef út af bæri. Af slægð lét hann ekki á neinni óvild bera til Vilhelms. Enn hafði hann ekki í eitt einasta skipti hegnt honum eða á- vítað hann; alla gremjuna lét hann bitna á hásetunum, við þá var hann harðari en nokkru sinni áður. Vilhelm vandist æ betur og betur sjó- lífinu. Löngun hans til þess að kynnast öðrum löndum og þjóðum varð nú upp- fyllt. En oft hvarflaði þó hugurinn heim til önnu. Hann sá í anda hina fjörugu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.