Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 44
138 NÝJAR KVÖLDVÖKUR út í hvassviðrinu og sjávarhljóðinu. í sömu svipan spratt maður einn upp af þilfarinu, og réðist að skipstjóra og sagði: »Maður fyrir borð! Morðingi!« Kast stóð sem steini lostinn. »Maður fyrir borð!« hrópaði hinn aft- ur. Þá þreif Kast skammbyssu úr brjóst- vasa sínum, hleypti úr henni tveim skot- um og hinn hneig dauður niður. Háset- arnir vöknuðu við skotin og þustu upp á þilfar. »Maður fyrir borð!« hrópaði skipstjóri hásum rómi, og gat varla kom- ið upp orðunum. »Hver, hver?« hrópaði Tom. »Vilhelm«, svaraði skipstjóri og studdist við borðstokkinn með hægri hendinni. »Guð almáttugur! Hann hefur verið myrtur!« hrópaði Tom, og kallaði til stýrimanns að snúa við skipinu. »Já, hann hefur verið myrtur«, sagði skip- stjóri og röddin skalf í honum, »þarna liggur morðinginn«, og hann benti á þann, sem lá dauður á þilfarinu. Báts- maðurinn sótti lukt, og þegar birtan skein í hið náföla og afmyndaða andlit skipstjórans, sneri hann sér ósjálfrátt undan. Það var ungur háseti, að nafni Lessen, sem kúlur skipstjóra höfðu hitt svo greinilega. Hann átti að hafa vörð næstur á eftir Vilhelm og kaus því, að sofa heldur á þilfari. Þegar hann sá, að skipstjóri tók upp skammbyssuna, þreif hann hníf sinn til að verja sig. Hin dauða hönd hélt ennþá fast utan um hnífsskaftið. Tom gekk fast að líkinu. »Hann hefur ekki myrt Vilhelm, því honum þótti eins vænt um hann ' og mér«, sagði hann. »Þegiðu«, æpti skipstjórinn hásum róm, fuilur kvíða og örvæntingar. »Ég sá hann fleygja Vilhelm fyrir borð, og þegar ég kallaði »morðingi!«, ætlaði hann að ráð- ast á mig, en þá skaut ég hann«. »Á Lessen að hafa fleygt Vilhelm fyrir borð?« hrópaði Tom, gekk fast að skip- stjóra og horfði hvasst í augu honum. »Já, já, þegiðu, eða ég læt þig fara sömu leiðina«, öskraði Kast í ákafri geðshrær- ingu. Skipstjóri skipaði nú að setja út björgunarbátinn, en það var of seint, því nú voru margar dýrmætar mínútur liðnar, sem þeir höfðu ekki gáð að nota fyrir fátinu. Skipið fór hratt undan vindinum, og þó Vilhelm kynni enn að vera með lífsmarki, þá var það auðséð, að hann mundi verða liðinn, löngu áður en báturinn gæti náð honum í nætur- myrkrinu. Það vissu allir, og þótt gamli Tom hefði gjarnan viljað voga lífi sínu, til að bjarga honum, þá var hér ekki um neina hjálp að tala. Skipstjóri fór niður í káetu sína, en hásetarnir stóðu allir í hvirfingu kring- um hinn dauða, sem hafði fengið tvær kúlur í brjóstið. Öllum kom það sama í hug, en enginn þorði að segja það upp- hátt, að skipstjóri hefði fleygt Vilhelm útbyrðis og skotið Lessen. Tom kraup niður að hinum dauða og veitti honum nábjarginiar. »Þú hefur ekki skilið við þetta líf sem morðingi, það er ég viss um«, sagði hann, en hin- ir þögðu. Stýrimaðurinn, sem nú var búinn að útenda sinn tíma, kom að í þessu. Hann hafði heyrt hrópað: »Maður fyrir borð! Morðingi!«, en ekki vel skýrt. »Og hver — hver var það, sem kallaði?« spurði Tom. »Mér heyrðist það ekki vera rómur skipstjóra«, svaraði stýrimaður. Tom hló hátt og æðislega. Skipstjóri kom aftur upp á þilfar. Hann var náfölur eins og áður, og horfði æðislega í kringum sig. Hann leit út fyrir að hafa drukkið. »Hver hefur næturvörð?« spurði hann. »Lessen átti að gera það, en hann er nú dauður«, svaraði Tom. »Þá skalt þú hafa hann«, sagði Kast og gekk fast að hon- um. Tom horfði hvasst á hann. »Það er mér sama, því að ég óttast ekki hina

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.