Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 46
140 NÝJAR KVÖLDVÖKUR lokum, »það að fara til dómarans og játa það, að ég hafi skotið Lessen. Ef til vill hjálpar það mér«. »Það hlýtur að hjálpa yður«, greip El- ten fram í. Enginn sá yður fleygja drengnum útbyrðis. Hinu eina vitni haf- ið þér rutt úr vegi. Enginn getur þá vitnað á móti yður«. »Vitið þér það, að allir fekipverjar álíta mig þann seka? það veit ég«. »Þeir hafa ekkert séð«. »Já, en þeir vita, að Lessen og Vilhelm voru vin- ir, hvers vegna átti hann þá að hafa fleygt honum útbyrðis?« »Þeir hafa getað lent í áflogum«. »Ég á ekki von á, að skipverjar beri mér vel söguna við vitnaleiðsluna. »Já, en ég mun gera það. Ég þekki yður bet- ur en þeir, og ég mun bera það, að ég trúi yður ekki til slíks ódáðaverks, og mér verður trúað betur«. Skipstjóri ypti öxlum. Hann neitaði bæði víni og vindl- um, sem Elten lagði fast að honum að þiggja, og lagði strax af stað til dómar- ans. Elten vissi ekki, hvort hann átti að fagna dauða frænda síns eða hryggjast. Hann gat ekki að því gert, að honum fannst það vera vel hugsanlegt, að morð- ið kæmist upp, og hvers átti hann þá að vænta. Af Kast þurfti hann ekki að vænta neinnar vægðar, og það var hæp- ið, að honum tækist að sanna, að hann hefði engan hlut átt í glæpnum. Það var engin ástæða til að ætla Kast það að hafa drýgt hann, nema því aðeins, að hann hefði verið keyptur til þess. Og hver var það sem hafði hagnaðinn af að pilturinn dæi? Var það ekki erfinginn? Angistarsvitinn rann af honum og hann hljóp eins og vitstola maður aftur og fram um hið litla herbergi, og reyndi að velta sökinni af sér og á Kast. Hann reyndi að telja sér trú um, að hann hefði aðeins vakið hugmyndina hjá skipstjóra, en alveg látið framkvæmdina vera á valdi hans; honum fannst hann geta al- veg hreinsað sig af allri hlutdeild í giæpnum, en honum gat þó ekki dulizt, að skeð gæti að rétturinn liti öðruvísi á málið. Hann kreppti hnefana, sárgram- ur við skipstjóra, sem hann hafði ætlað að vera varkárari. Smám saman tókst honum að gera sig rólegri. Hann mátti ekki láta það sjást, hvernig honum var innanbrjósts, og hann varð að sýnast syrgja frænda sinn einlæglega. Mjög sorgbitinn og óttasleginn sagði hann þjónustufólki sínu frá dauða frænda síns, og skundaði síðan til dóttur sinnar, til að flytja henni þessa harmafregn. — Þegar Anna fékk þessa fregn, starði hún á föður sinn, eins og hún tryði ekki orð- um hans; en er hann endurtók orðin: »Hann er dauður«, þá rak hún upp hljóð og hneig niður. Elten skildi ekki í hvern- ig á því stæði, að henni hefði orðið svona mikið um að heyra dauðafregnina, en hann var hræddur um dóttur sína, sem lá eins og dauð og kallaði því ráðskon- una til hjálpar. Smátt og smátt kom Anna aftur til sjálfrar sín og henni fannst hún eins og vakna af vondum draumi. Hún var náföl eins og liðið lík, eins og blóðið væri hætt að renna í æð- um hennar. »Hann er dauður, — dauð- ur«, sagði hún eins og við sjálfa sig og án þess að táralindin gæti nokkuð sval- að henni. Síðan spratt hún upp í ákafri geðshræringu. Það var eins og hún hefði fengið grun um sannleikann. »Hvernig dó hann?« spurði hún og horfði fast á föður sinn. Elten hafði ekki búizt við þessari spurningu af dóttur sinni. Hon- um fannst, sem hún mundi lesa í huga sinn og hann svaraði stamandi: »Hann. féll útbyrðis; nánara veit ég ekki enn«. »Og hefur Kast fæi*t þér fréttirnar?« spurði Anna ennfremur. »Já«. »Það grunaði mig!« æpti Anna. Hann er, hann er«... Meira fékk hún ekki sagt, hún

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.