Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 50
144 NÝJAR KVÖLDVÖKUR freyja er komin út úr húsinu, sér hún ekkert i kringum sig? nema kletta og háa hamra. Hún snýr nú heim, og er þá liðið langt á nótt. Var bóndi og heimafólk orð- ið hrætt um hana og spurði, hvað hana hefði tafið, en hún sagði engum frá því, hvert hún hefði farið, eða hvað fyrir hana hefði komið. En ekki lét hún það bíða, að láta gullið, sem álfkonan gaf henni, undir tungurætur Sighvats sonar síns. Á fjórða degi fékk hann skýrt mál, sem fullorðnir, og undruðust það aliir. Komu menn víðsvegar að, til þess að sjá hann og heyra. Sighvatur vex nú upp, þar til hann nær fullorðins aldri. Þá tekur móðir hans sótt, sem hún finnur, að muni leiða sig til bana, og lætur kalla son sinn fyrir sig. Hún segir honum þá upp alla sögu um það, er hún hjálpaði huldukonunni og fékk hjá henni gullið, sem gaf honum málið. Síðast fær hún honum sjóðinn, og segir honum, að álfkonan muni hafa svo til ætlazt, að hann eignaðist þann sjóð. Biður hún hann að geyma leyndarmál sitt, og segja engum öðrum en börnum sínum, ef hann eignist nokkur. Síðan faðmaði hún hann og bað vel fyrir hon- um, sagði, að hún hefði unnað honum mest allra barna sinna og mestar áhyggj- ur borið hans vegna, og mest gert fyrir framtíð hans. Litlu síðar andaðist hún. -— Sighvatur varð hinn mesti auðnumað- ur, og lifði til hárrar elli. Er margt manna frá honum komið. A: Jensen verður ekki lengi að eyða peningunum sínum, eins og hann fer ó- gætilega með þá. í gærkvöldi sá ég hann t. d. skrifa þúsund króna ávísun og kveikja síðan í pípunni sinni með henni. Bókafréffir. f haust kemur út ný bók eftir Guðmund Hagalín, sem heitir Einn af postulunnm og fleiri sögur. Fáar bækur, sem komið hafa út á íslenzku á síðari árum, hafa hlotið eins almennt lof eins og bók Haga- líns, Kristrún í Hamravik, sem út kom í fyrra. Sumir ritdómarar hafa talið hana meðal langbeztu bóka, sem skrifaðar hafa verið á íslenzka tungu. Þessi nýja bók Hagalíns mun ekki vekja minni at- hygli. Nýkomin er út stór skáldsaga eftir Jóhannes úr Kötlum, sem heitir Og björgin klofnuðu. Þetta er fyrsta skáld- saga þessa þjóðkunna skálds. Mun um hana talsverður styr standa og marga mun hún hneyksla. Ritdómur um hana mun koma í næsta hefti Nýrra Kvöld- vaka. Grbna, X. liefti, er nýkomin út. í haust verður byrjað að gefa út á ís- lenzku úrval úr heimsbókmenntum barna og unglinga. Fyrsta bókin er Kak eftir Vilhjálm Stefánsson. Er hún talin einna mest lesin bamabók í Ameriku. Bernskmnál, ný bamalesbók, eftir hinn góðkunna kennara, Egil Þorláksson, er í prentun. Þá má enn geta bókar, sem kemur út í næsta mánuði. Eru það Æfintýraleikir eftir Ragnheiði Jónsdóttur í Hafnar- firði. Barnaleikabók hefur vantað á ís- lenzku, en þessi bók bætir úr þeirri vönt- un. Mun hún kærkomin til Jesturs og leika öllum bömum. I fyrra kom út á sænsku, eftir einn frægasta rithöfund Svía, Pár Lagerkvist, saga, er vakti meiri athygli, og var meira lesin, en nokkur önnur bók, er út kom í Svíþjóð á því ári. í haust kemúr hún út í íslenzkri þýðingu. Sagan heitir Böð- ullinn.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.