Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 7
Knut Hamsun: Skipstjórinn á „Sjöstjörnunni“. i. Gömul, tjörguð fiskiskúta siglir inn Voginn, með bátana í togi. Skútan heitir „Sjöstjarnan" og skipstjórinn Reiersen. Þau eru bæði gamalkunnug í Voginum, því að þau hafa komið þar í fjöldamörg ár, með saltfisk til þurrkunar. Það sést engin manneskja á hæðunum kringum kauptúnið, en hjá naustunum, lengst inni í Voginum, eru nokkrir krakk- ar að leika sér. Öðru vísi var það fyrir tuttugu árum síðan, þegar „Sjöstjarnan“ varpaði akkerum í fyrsta skipti fram af fiskreitunum. Þá stóð kvenfólkið og krakkarnir í fjörunni og dáðust að skút- unni, en fiskimennirnir komu róandi til að taka á móti henni og spyrja frétta. Það eru fjórir menn á þilfarinu, en sjálfur stendur Reiersen við stýrið. Það gerir hann ætíð er mikið liggur við. Hann er jafn hátíðlegur og hann væri að stjórna stóru gufuskipi. Hár hans og skegg er tek- ið að grána, en sú var tíðin að það var svart. Þá var hann ungur maður og ný- byrjaður fiskveiðum. Hann er í bættri og slitinni peysu og honum er farið að fara aftur, en meðan á innsiglingunni stendur, er hann einvaldur á skútunni og skipar fyrir með þrumurödd. Varpið akkerum! hrópar hann. Akkerið fellur og keðjuskröltið bland- ast hinni voldugu bassarödd Reiersens. En tímarnir eru breyttir. Póstskipin eru farin að leggja leið sína í Voginn, og fólk er hætt að virða gamlar og heiðarlegar fiskiskútur. Þegar börnin inni við naustin Eeyra akkerið falla, líta þau sem snöggv- N.-Kv. XXX. árg., 1,—3. h. ast út eftir Voginum, en halda svo áfram að leika sér, alveg eins og þau hefðu sagt hvort við annað: Það er bara skútan hans Reiersens! — Dagsverkinu var lokið. Skútan lá fyrir akkeri og skipshöfnin var gengin til hvíldar, en skipstjórinn sat á þilfarinu og hoi’fði út eftir Voginum. Nóttin var björt og hlý og sólin gyllti hafflötinn. Reiersen þekkti hvert sker og hvern hólma og átti minningar bundnar við þau öll. Hér hafði hann lifað glöðustu stundir æskuáranna, þrjá mánuði ár hvert, meðan hann var að þurrka saltfiskinn. Hann var þar ætíð fremstur í flokki og hafði sitt fram, ef hann aðeins vildi. Á sunnudögum fór hann í kirkju, til þess að sýna sig og sjá aðra, og á heimleiðinni var hann ætíð í hópi ungu stúlknanna. Þegar unga fólkið í Vogi kom saman til að dansa og skemmta sér á björtum sumarnóttum, leið sjaldan á löngu, áður en Reiersen lét matsveininn eða einhvern annan af skipshöfninni róa sig í land. Þá var hann uppstrokinn og með gljáandi stígvélaskó. Hann dansaði manna mest og skipslyktin úr fötunum hans hleypti ungu stúlkunum í bál og brand. Jú, Reiersen hafði marga góða kosti og þar að auki var hann vinsæll. Þess vegna urðu líka pilt- arnir í Vogi alltaf að láta undan, þegar Reiersen var annars vegar. Hann var þeim ávallt hlutskarpari. Samt sem áður krepptu þeir ekki hnefana þess vegna. Þeir fóru heldur að húsabaki og grétu. Nú var Reiersen kvongaður. Hann átti konu og fimm börn í Ofoten. 1

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.