Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Side 8
NYJAR KVOLDVOKUR II. Það er komin nótt. Sjórinn er spegil- sléttur, en Reiersen skipstjóri situr enn- þá og er að hugsa um liðna daga og allar stúlkurnar, sem hann þekkti þá. Það höfðu verið álitlegustu stúlkurnar í öllum Voginum. Fyrsta árið var það sérstaklega ein, sem hann kærði sig um. Hún var dökk- hærð, með kolsvört augu. Hann hafði sézt með þessu nýfermda telpukríli á öllum tímum sólarhringsins, bæði á nóttunni og snemma á morgnana. En þegar leið að því að hann héldi burt, fór allt út um þúfur. Þá hætti Reiersen að dansa við hana, en tók í þess stað sam- an við feita fiskitelpu frá Ytravogi. Hún hét Elín Helena og hafði snjóhvítar tenn- ur og djúpa spékoppa í kinnunum. Já, Elín Helena. Það hafði nú verið stúlka, sem vert var um að tala. Hann var hrifinn af henni heilt ár og því var fleygt, að loksins væri hann geng- inn í snöruna. Reiersen genginn í snöruna! Nei. Þeir sem héldu það, þekktu nú ekki hann Rei- ersen. En hvað sem því leið, þá eyðilagði hann algerlega trúlofun Elínar Helenu og smiðsins í Voginum. Það gekk meira að segja svo langt, að hann gat óátalinn kall- að hana elskuna sína í allra áheyrn. Árið eftir, þegar Reiersen kom í Vog- inn, hafði hann káetuna fulla af allskonar erlendum varningi; allt frá mjöli og kaffi, að lérefti og ullardúkum og jafnvel skrauthringum og vettlingum úr Kanava- garni. Þá var nú heldur glatt á hjalla. Þeim dögum myndi hann aldrei gleyma. Það hafði, bókstaflega sagt, verið verzlun í „Sjöstjörnunni“, og við það varð Reier- sen ennþá voldugri. Hann borgaði leigu fyrir fiskreitina og vinnulaun með vörun- um og margan hálsklútinn og brjóstnæl- una gaf hann stúlkunum. Elín Helena varð að gera sér það að góðu. Það var gagnslaust að eiga í erjum við Reiersen. En Elín Helena komst heldur ekki und- an örlögum sínum. Það var sama hvað eftirlát hún var, hún gat ekki til lengdar staðið Jakobínu á sporði, fjöruga telpu- trippinu, sem þurrkaði fiskinn hans Reier- sens. Hvers vegna átti líka annar eins maður og Reiersen á „Sjöstjörnunni“ að taka bara hana Elínu Helenu og láta þar við sitja? Þegar „plattað“ var um haustið, var Jakobína alein í lestinni og fékk „snaps“ hjá skipstjóranum, og þegar hún fór af skútunni um kvöldið, skipaði hann tveimur hásetum að róa með hana í land. Þetta, að vera í lestinni var nú í raun og veru það sama og vera í káetunni og í þorpinu hét það að platta, að stafla fisk- inum í lestina. Þar með var allt búið að vera milli Rei- ersens og Elínar Helenu. Faðir hennar, hann Jens Olsen, kreppti hnefana framan í Reiersen og kom með óþægilegar spurningar, en Reiersen var enginn aukvisi í þá daga, svo hann kreppti hnefann á móti og sagði: Þú getur slegið mig ef þú vilt, Jens 01- sen, en þá skalt þú líka fá að kynnast skipstjóranum á „Sjöstjörnunni11. En til 'lengdar gat Jabobína ekki held- ur haldið hinu hvikula hjarta Reiersens skipstjóra. Einu sinni, kyrrláta og þögula nótt, eins og núna, gekk hann aftur og fram um þilfar skútunnar. Þá heyrði hann árahljóð í fjarska. í bátnum var stúlka á heimleið frá því að ganga varp í hólmunum úti á Voginum. Halló, þú þarna! hrópaði Reiersen. Hún lagði upp árarnir og hlustaði. Komdu hingað að skipshliðinni, stúlka mín, sagði hann. Það er ekki elskan skipstjórans, sem hann er að tala við, svaraði hún.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.