Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Page 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Page 12
6 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Hann heyrir fótatak á þilfarinu, slokar í viðbót úr einu glasi ennþá og fer upp úr káetunni. Var verið að „platta“ í lestinni? Hann lítur niður. Þar eru fjórar stúlkur og keppast við. Verkstjórinn hafði loksins notað mynd- ugleika sinn og rekið þær um borð. Ágætt! En nú ætlar Reiersen skipstjóri að láta að sér kveða. Hann býr yfir einhverju miklu. Takið þið nú eftir. Þegar hann heyrir hlátra og skraf bergmála í tómri lestinni, hugsar hann: Hlægið þið bara! — En Pálína hlær ekki. Það var einnig gamall siður, að stúlk- urnar sem voru að „platta“, áttu að fá ókeypis veitingar á meðan á framskipun- inni stóð. Ókeypis veitingar! Ha. ha. ha! Jú, Reiersen skyldi minnast þess! Hann hafði nú einmitt ákveðið að í þetta skipti skyldi ekkert verða af þessum ókeypis veitingum. Hér var það hann, sem réði. Pálína! hrópaði hann. Ég þarf að tala við þig niðri í káetu. Pálína kemur upp úr lestinni og fylgist með skipstjóranum. Þú varst sú eina, sem ekki neitaðir að koma um borð, segir hann. Ég ætla að láta þig njóta þess. Það er óþarfi af skipstjóranum að vera að því, svarar hún. En þar var Reiersen á öðru máli. Hann átti engan þann hlut í eigu sinni, sem hann ekki vildi gefa henni. Kokksi! Kveiktu upp í „kabyssunni" og hitaðu á könnunni! Sjálfur sótti skipstjór- inn kringlur og brennivín. Það var alveg eins og í veizlu. Þegar þú kemur aftur fram í lestina, skaltu segja stúlkunum að Reiersen skip- stjóri hafi ekki farið illa með þig, segir hann. Þau drekka og þeim líður vel. Reiersen klappar henni á öxlina, en hún stendur á fætur og vill fara aftur til vinnu sinnar. Sittu kyrr, segir hann. Við skulum taka lífinu rólega ofurlitla stund. Þfetta er nú í síðasta sinn, sem ég kem hingað með salt- fisk til þurrkunar. Er skipstjóranum alvara? spyr hún. Reiersen hneigir höfuðið. Síðasta sinn! Þá hreyfist eitthvað í hjarta gömlu konunnar. Hún lítur auganu feimnislega. niður fyrir sig og spyr: Hvenær fer skipstjórinn? Annað kvöld eða hitt kvöldið. Strax og búið er að skipa fram fiskinum. Hún sezt aftur. Guð fylgi skipstjóranum! segir hún, eins og við sjálfa sig. Við fáum okkur glas því til áréttingar, svaraði hann. Það mátti að minnsta kosti ekki allt kafna í guðsorði milli þeirra. Hann spurði blátt áfram: Jæja, Pálína, hvenær ætlar þú að fara að gifta þig? Hún lítur á hann móðguð á svipinn og segir: Er skipstjórinn að hæðast að mér? Nei, hvers vegna ætti ég að gera það? Get ég gift mig? Ég, sem hefi aðeins annað augað? Reiersen blæs fyrirlitlega. Því ekki það? Þetta er aðeins lítilshátt- ar líkamslýti. Hún var alveg á sama máli og honum þakklát í hjarta sínu fyrir þessi orð. Þótt hún hefði misst annað augað, var hún jafn góð fyrir því. Það var eingöngu ó- heppni. Krakki hafði stungið það út með bandprjóni. Svo liðu árin og hún hafði ekkert til að hugga sig við, nema guð. Hún grét annað slagið, vegna augans, en var annars hraust og heilsugóð ennþá. Reiersen hellir á glösin og hallar sér upp að henni. Hann vill ekki heyra það nefnt, að hún geti ekki drukkið meira.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.