Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Síða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Síða 17
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ 11 svo skringilega á tilfinningunni, að hann væri að gera einhverja stórmerkilega uppgötvun og svo framvegis, tmz hann loksins klikkti út með aðalatriðinu, sem hann hafði lumað á þangað. til í síðustu lög. T. X. var lengi á fótum þetta kvöld, og' um miðnætti fékk hann að lokum laun þolinmæði sinnar, er sendillinn í Utan- ríkisráðuneytinu kom til hans með sím- skeyti. Það vaf stílað til aðalritarans og hljóðaði svo: —- „Nr. 847. Yðar 63952 frá í gær. Byrjar: Hússein Effendi efnaður kaupmaður hér í borginni farinn til Ítalíu að setja uóttur sína í klaustur. Marie Theressa Florence Hússein er kristin. Hann heldur áfram til Parísar. Send fyrirspurnir Ralli Theokri- tis et Cie, Rue de l’Opera. Endir.“ Hálfri stundu seinna hafði T. X. fengið símasamband við París og gaf brezka lög- reglu-umboðsmanninum þar fyrirskipanir sínar. Morguninn eftir fékk hann talsíma- fregn frá París, sem gladdi hann ósegjan- lega. Hægt og stöðugt hafði hann tínt saman brotin í þessu furðulega leyndar- máli og raðað þeim, unz þau féllu saman. Og nú myndi Hússein Effendi sennilega koma með síðustu brotin sem vöntuðu. Klukkan átta um kvöldið var hurðinni lokið upp, og inn kom fulltrúi T. X. í París með ferðafrakka sinn á handleggn- um. T. X. kinkaði til hans kolli, og er komumaður staðnæmdist við dyrnar án þess að loka þeim og var auðsjáanlega að bíða eftir einhverjum, sagði hann: „Vfsið honum inn — ég vil tala við hann einslega.“ Inn í skrifstofu hans kom nú hár mað- ur í síðtreyju og með vefjarhött á höfði. Þetta var maður á milli fimmtugs og sextugs, þreklega vaxinn, dökkur á and- lit og alvarlegur og með þunnan skegg- kraga hvítan. Hann heilsaði á Austur- landa-vísu, um leið og hann kom inn. „Þér talið frönsku, býst ég við,“ sagði T. X. Hinn hneigði höfuðið. „Umboðsmaður minn hefir skýrt yður frá,“ sagði T. X. á frönsku, „að ég óski eftir ýmsum upplýsingum í því skyni að fá fulla vitneskju um glæp, sem framinn hefir verið hér í landi. Ég hefi látið tryggja yður, ef það skyldi reynast nauð- synlegt, að það sem þér kynnuð að segja mér, skuli ekki á neinn hátt verða notað gegn yður sjálfum. „Ég skil það vel, Effendi,"*) mælti hinn hái Tyrki. „Ameríkumenn og Englending- ar hafa ætíð verið góðir vinir mínir, og ég hefi oft komið til Lundúna. Mér er það því mikil ánægja, að geta gert yður ein- hvern greiða.“ T. X. gekk yfir að lokuðum bókaskáp hinum megin í herberginu, lauk honum upp og tók út úr honum hlut, sem vafinn var í hvítan silkipappír. Hann lagði hlut- inn á borðið, og Tyrkinn athugaði ná- kvæmlega allt sem hann hafðist að, án þess að nokkur svipbreyting væri sjáan- leg á andliti hans. Hægt og gætilega vafði T. X. pappírnum utan af þessum litla stranga, og að lokum kom í ljós langur og grannur hnífur, ryðgaður og blettóttur, með hjöltu, er á sínum tíma höfðu auð- sjáanlega verið silfui’lögð. T. X. tók upp rýtinginn og rétti Tyrkjanum hann. „Ég býst við, að þetta sé yðar hnífur,“ sagði hann þýðlega. Maðurinn sneri hnífnum í hendi sér og gekk nær borðinu til að njóta betur birt- unnar. Hann athugaði gaumgæfilega blað- ið uppi við hjöltun og rétti svo T. X. hníf- inn aftur. „Þetta er minn hnífur,“ mælti hann. T. X. brosti. *) Þýðir eiginlega herra. Þýð. 2*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.