Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 6
98 VITASTÍGURINN N. Kv. haldin voru stór samsæti, einstöku sinnum, var Bjarkasetur víðfrægt fyrir hinn svip- mikla glæsileik sinn en þó voru flestir þeir, sem þangað komu, fegnir því að komast heim aftur heilir á hófi. Hún hafði tamið þjónum sínum afar virðulega og reglu- bundna framkomu við þau tækifæri. En aftur á móti voru þeir, þegar tækifæri gafst, mjög uppskafningslegir á sína vísu við starfsfólkið utanhúss. — Það vildi ekki oft til, að Gottlieb tæki þátt í þessum miðdeg- isveizlum. I fyrsta lagi þótti honum matur- inn vera af svo skornum skammti, þrátt fyr- ir allt silfrið og kristalsglerið, að hann fékk aldrei saðning sína, og í öðru lagi gramdist honum ætíð að þurfa að klæðast samsætis- búningi. Hann hæddist að öllu þessu og kallaði þetta „apaspil og apagildi.“ Einu sinni hafði liann stungið upp á því í spaugi, að þau skyldu láta setja skjaldarmerki á all- an leir- og postulíns-borðbúnaðinn, t. d. „gyllt skinn með biskupsmítri fyrir ofan til minningar um forfeðurna," en uppástungu þessari var tekið mjög illa og kuldalega. — Loksins kom frú Bramer tifandi. „Þér verðið að afsaka mig, hérra lautin- ant. Húsfreyja í sveit hefir svo mörgu að sinna.“ Hún brosti og rétti honum hönd- ina. Síðan gekk hún á undan honurn inn í reykingaherbergið mikla og bauð honum sæti. Adam virti hana nákvæmlega fyrir sér og gat ekki skilið að þessi smávaxna, bros- hýra kvenvera gæti verið annað eins „af- hrak,“ og Gottlieb hafði gefið í skyn. Að vísu voru augun allsnörp og hvöss, en hún brosti þó hlýlega. „Þér kváðuð vera svo framúrskarandi góður maður, að því er ég heyri sagt úr öll- um áttum,“ sagði hún allt í einu. „Eg?“ sagði Adam foviða. „Hver segir nú það?“ „Meðal rnargra annarra minn kæri mág- ur Gottlieb; hann hefir svo mikið dálæti á yður.“ Hvað er ’að tarna, sagði hún „kæri mág- ur?“ Skyldi honurn hafa misheyrzt? „Ég segi yður það satt, að hann þreytist aldrei á að hæla yður,“ bætti hún við. Annað hvort skjátlast Gottlieb í dómi sínum, eða þá er hún kolbrjáluð, liugsaði Adam. „Þér kváðu lifa hreinu fyrirmyndarlífi þarna úti í vitanum. Æ já, það er gott, að til skuli vera fyrirmyndarheimili; þau eru sannarlega ekki of mörg af því tagi.“ „O, það mun nú tæplega verða talið neitt fyrirmyndarheimili á þann hátt, sem ég býst við, að frúin eigi við; en við erum ánægð í okkar stöðu. Mér finnst nú annars, að við séum rík,“ sagði hann með áherzlu og leit brosandi á hana. Hún lét sem hún heyrði það ekki og hélt áfram umræðum sínum. „Þá er nú þetta sameiginlega málefni okkar, sem okkur er báðum mjög mikið áhugamál." Adam roðnaði lítið eitt: Nú kemur það, hugsaði hann. „Yður þykir mjög vænt um dýr,“ sagði hún í þýðum rómi. ,,Já, það þykir mér sannarlega. Dýrin úti í eynni eru kærustu félagar mínir.“ Hann sá þegar eftir að hafa sagt þetta. Honum varð hugsað til selanna. „Við verðurn þá að vernda þau fyrir grimmd og illri meðferð mannanna, finnst yður það ekki?“ „Jú, — jú, auðvitað,“ sagði Adam og hneigði sig. „Mér verður oft svo þungt um hjarta. þegar ég sé, hvernig sumir kvelja þessar ómálga skepnur, sem sýna okkur svo mikið traust og oft áberandi ástúð.“ „Traust og ástúð,“ tautaði Adam. „Við skulum skipuleggja félagsskap góðra manna, sem vilja standa saman á verði gegn illmennskunni. Við viljum innræta böm- unum ást til dýranna, finnst yður það ekki?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.