Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Side 8

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Side 8
100 VITASTÍGURINN N. Kv. ,,}æja, þó það væri nú ekki svo slæmt,“ sagði hún og brosti. „Nei, frú mín góð, við högum seglurn eftir vindi og hvort eftir öðru, það er ósköp auðvelt. Við lifum lífinu, eins og guð hefir skipulagt það fyrir okkur, og erum ánægð. Okkur virðist, að við verðum ríkari dag frá degi. Það er svo. margt fagurt, bæði stórt og smátt, úti í Straumey." ,,Á þessari nöknu ey?“ ,,Það er ekki sá blettur til á guðs grænni jörð, að hann sé ekki l'agur, höfum við að- eins opin augu fyrir því. Mosaþúfa er okk- ur úti í hafskerjunum fegurri rósabeði í hallargarði." „Það fæ ég ekki skilið.“ „Þeir, sem daglega ganga á meðal blóma, verða smám saman sljóir og vandlátir. Og að lokum sljóvgast augu þeirra algerlega fyrir litskrúði blómabeðanna. Þeir sjá þau tæplega og hafa enga ánægju af þeirn fram- ar. Ef til vill ganga þeir snöggvast inn í eitt hinna stóru vermihúsa og horfa ofurlitla stund á eitthvert sjaldgæft blómið. Það er allt og sumt. Við úti í Straumey gleðjumst yfir dökkgrænni mosaþúfu, sem Guð liefir gróðursett á berum klöppunum. Við sjáum aldrei þessi glæsilegu rósabeð, og því er það, að við gleðjumst af hjarta \ið fáein Ijósgræn strá í klettaskoru." ,,Þetta getur maður kallað nægjusemi,“ sagði hún brosandi. „Nægjusemi er og verður salt lífsins, frú mín góð. En jrað eru fæstir, sem jrað skilja. „En börnin, hvernig una þau sér Jtar ytra?“ „Ef þér viljið ljá mér eyra, skal ég segja yður frá áralíunni hennar Benediktu litlu.“ ,,Já, segið þér bara frá, herra Stolz! Ég hlusta með áhuga.“ „Benedikta er einkadóttir okkar. Hún er átta ára gömul. Ágæt smátelpa. Fyrir um tveimur árum var henni gefinn ofurlítill græðlingur niðri í bænum, og hún lét hann í blómkrukku og hvolfdi g'lasi yfir hann. Á hverjum degi gáði hún að blóminu sínu. H ún var svo innilega glöð, af því að það lifði og var grænt, og hún gladdist yfir sól- argeislunum, sem blikuðu í daggardropun- um innan í glasinu. Alltaf öðruhvoru bað hún okkur að koma og sjá blómið hennar. Dag nokkurn kom lnin hlaupandi, blikandi bjarteygð af gleði, og kallaði: „Pabbi, pabbi, komdu og sjáðu, jrað er komið nýtt blað á blómið!" — Örlítið grænt blað teygði sig upp í dagsbirtuna. Við komum öll og glöddumst með Benediktu. Jurtin óx og dafnaði, og hvert blaðið kom á fætur öðru. Senn varð að taka burt glasið og planta blóminu í stærri krukku. Nú ná blöðin upp undir loft í stofunni. Áralían hennar Bene- diktu litlu er nú ein af fjcjlskvldunni og hefir veitt okkur marga gleðistund. — Á jrennan hátt líður tími barnanna í Straum- ey, frú mín.“ „Ljómandi fallegt,“ sagði frú Bramer. En Adam varð Jress samt var, að frásögn hans hafði engin veruleg áhrif á hana. í sama vetfangi kom stofuþernan þjót- andi inn. „Ó, Guð minn almáttugur, frú Bramer, litli drengurinn garðyrkjumannsins lenti með handlegginn í þreskingarvélinni, ó, j^að er alveg hræðilegt!" Stúlkan grét há- stöfum. Adarn stóð jregar upp, en frú Bram- er sat kyrr og róleg, eins og ekkert hefði í skorist. Hún tutlaði ef til vill ofurlítið meira í klútbleðilinn. „Hafið Jrér ekki sagt herra Bramer til? Það er hann, sem er vanur að ráða fram úr öllu, sem jörðina snertir,“ sagði hún rólega og leit á stúlkuna spurnaraugum. „Óðalsbóndinn er úti í skcígi, og hinir allir eru alveg frá sér,“ hikstaði stúlkan. „Gerið þér svo vel, Karólína, að síma til Kröger læknis. Biðjið þér hann að koma hingað tafarlaust! Þér getið látið fara með barnið inn í vinnufólksskálann á meðan.“ Rödd hennar var köld og viðskiptaleg, og

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.