Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 9
N. Kv. VITASTÍGURINN 101 andlit hennar var kalt á svip og samúðar- laust. Hún gaf Adam merki með itendinni, að hann skyldi setjast aftur. Þrátt fyrir geð- stillingu sína og góðlyndi fann Adam nú bræðina sjóða upp í sér. Hvílíkt ískalt kær- ingarleysi! Hann stóð örlitla stund og horfði á hana. „Þér afsakið, vonandi, frú mín, að ég fer út og hjálpa til,“ sagði hann alvarlega. „Það er ekki nauðsynlegt, að þér skiptið yður neitt af þessu. herra Stolz; það eru svo margir þarna úti, sem geta hjálpað til með þetta.“ „En þáð er samt, ef til vill, einum of fátt,“ sagði hann og gekk hratt út. Frú Bramer sat kyrr um hríð, en svo læddist hún út að glugganum og gægðist á bak við gluggatjaldið út á hlaðið. Hún sá Adam Stolz snöggklæddan koma með drenginn í fanginu, og á eftir honum komu öll hin, föl og skelkuð. Síðan fór hún aftur og settist í stólinn fyrir framari arininn. Hún gat.ekki áttað sig á þessum manni. Hún hafði búizt við að hitta venjulegan vitavörð eða sjómann, sem myndi hlýða á hana með lotningu, og síðan orðalaust og þakksamlega samþykkja allar hennar til- lögur. Að vísu var Stolz af góðu bergi brot- inn, svo að búast mátti við, að hann hefði tekið nokkra menningu að erfðum, og að hann talaði hreint mál. En samt gramdist henni þessi stilling hans og rólyndi og Itið hægláta, en ákveðna tal hans. Henni var það vel kunnugt, að hún var ekki vinsæl í bænum né í sveitinni, og þetta olli henni uggs og ógleði. Það var tekið að óróa hana. Öðru hvoru lá við, að hún kenndi kulda við hjartarætur, einkanlega eftir að hún hafði gefið upp alla von um að eignast dóttur. En það var einmitt það, sent hún hafði hugsað um öll þessi ár og dreymt um í einverustundum sínum. Og er fram liðu stundir, tók hún að þrá þakk- lætisbros meðbræðra sinna og systra. Hún gat ekki varist því að verða vör hins kulda- lega augnaráðs og kæringarleysis umhverfis sig. Hún var svo fljót til að reiðast þeiin, sem hún liafði eitthvert samneyti við og afskipti. Gerðu þeir eitthvað, sem henni geðjaðist ekki að, eða sem hún taldi rangt, taldi hún sér þegar trti um, að það væri gert af illum hug og í þeim ásetningi að móðga hana og særa. Jafnvel þegar maður- inn hennar einstöku sinnum gerði að gamni sínu og íleygði fram brosandi ein- hverju meinlausu spaugsyrði, varð hún þeg- ar tortryggin og dró sig í lilé: Hvað býr nú undir? Hvað ætlar hann sér með þessu? — Nú ætlaði hún sér því að reyna að vinna bug á þessari tortryggni sinni. Hún hafði eins og eitthvert hugboð um, að ef til vil 1 gerði hún sumum rangt til nteð þessu. Hún ætlaði því að hefja einhverja líknar- eða góðgerðastarfsemi. Fyrst ætiaði hún svo að reyna fyrir sér t. d. með að stofna þetta dýraverndunarfélag, því næst heimili fyrir heimilislausar konur, eða þá barna- hæli. —----- Adam kom inn aftur. ,,Ég bjó um dreng- inn til bráðabirgða. Það var, Guði sé lof, ekki eins slæmt, og útiit var á í fyrstu, og þegar læknirinn kemur, býst ég við, að hann láti flytja drenginn á sjúkrahúsið. Vonandi verður hægt. að bjarga handleggn- um.“ „Þakka yður fyrir, herra Stolz, það er gott! En hvar hafið þér lært að grípa fram í fyrir læknunum?“ spurði hún og brosti of- urlítið. „Ég tók þátt í námsskeiði á liðsforingja- skólanum, og annars verðum við sjómenn að kunna sitt af hverju.“ Adam hafði ekki setzt aftur, og hún bauð honum lieldur ekki sæti, og var honum því ljóst, að hér með væri áheyrninni lokið. „Ég þakka yður fyrir, að þér komuð hing- að, og fyrir það, að þér ætlið að vera svo vænn að vinna með mér að góðu málefni," sagði hún og rétti honum höndina. Adam velti fyrir sér ofurlitla stund,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.