Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 10
102 VITASTÍGURINN N. Kv. hverju hann ætti að svara. Honum fannst, að hann gæti ekki farið án þess að segja henni fyrst sína hjartans meiningu. í eyr- um hans kvað enn við kvalagrátur slasaða drengsins litla með ívafi af kaldyrðum hennar fyrir hálfri stundu. „Mér mun vera það gleðiefni, frú mín, en þér vitið, að eigi má gleyma mönnun- um fyrir dýrunum.”' Hvössu leiftri brá fyrir í augum hennar. Hún fann á sér, að hér hóf hann sókn á hendur henni, og að venju grunaði hana þegar andúð, og jafnvel fullan fjandskap. „Mönnunum!" sagði hún og yppti öxl- um. „Þeir sjá ætíð um sig sjálfir; það er rándýraeðli í þeim. Mér verður oft hugsað til ummæla fransks rithöfundar, — ég held, að það hafi verið Daudet." „Jæja, og hvað segir hann, frú mín góð?“ „Því betur, sem ég kynnist mönnunum, því vænna þykir mér um dýrin.“ „Aumingja maðurinn,“ sagði Adarn, „en hvað honum hlýtur að hafa verið kalt hér í heimi.“ „Kalt?“ sagði hún undrandi. „Já, fyrst hann fann hvergi örlítinn blett, þar sem strá kærleikans gætu sprottið! Svo fátækt er þó ekkert okkar, frú.“ Hún svaraði ekki, en laut höfði og brosti ljúfmannlega. Þannig sat hún lengi og horfði á eftir liinum einkennilega manni, sem gekk ofan eftir trjágöngunum og hvarf að lokum upp á Hlynahrygg. „Sem hvergi gat fundið örlítinn blett, þar sem strá kær- leikans gætu sprottið?“ — Var hún þá svona hláfátæk? V. Þegar Adam kom aftur frá Bjarkasetri, var Gottlieb önnum kafinn við eplatínsl- una. Anna þurrkaði af eplunum jafnóðum og lagði þau síðan niður í körfu. Gottlieb fór ofan úr stiganum, undir eins og liann sá til Adams. „Á ég að segja þér það, kunningi, að Abla lætur mig hætta bæði lífi og limum í þessum bannsetta, grautfúna stiga! í gær braut ég eina rim, og í dag tvær. Að lokum hálsbrýt ég mig eflaust í lronum. Því eru yfirleitt engin takmörk sett, hvað lrún lætur mig gera! í gær vildi hún, að ég fleygði frá mér málarapenslinum og sneri fyrir sig þvotta-keflinum, hö, hö, hö!“ „Það gat nú lreldur ekki legið svo á með málverkið yðar,“ sagði Abla. „List mín er þó sennilega meira virði en þvotturinn þinn?“ „Ég er sammála Öblu,“ greip Adam nú fram í, „listin má gjarnan hvíla sig um hríð.“ „Stutta stund, ef til vill, en nú hefir Abla rekið á eftir með þessa eplatínslu alla vik- una, svo að ég er orðinn alveg máttlaus í handleggjunum." Hann greip Öblu og lyfti henni hátt á loft. Hún lrljóðaði upp yfir sig og veinaði og reyndi að losa sig. „Þú vilt ráða algerlega yfir mér, alveg eins og þegar ég var krakki, hö, hö, hö!“ „O, þá þurfti ég nú ekki að biðja herra Bramer um að klifra upp í eplatrén. Þess háttar sáuð þið Sylvester báðir rækilega um, löngu áður en eplin voru orðin þroskuð." Abla hjó ákaft gráhærðu höfðinu og horfði borsandi á hann yfir gleraugun. „Abla hefir auðvitað rétt að mæla,“ sagði Adam. „Ég get aðeins ekki skilið, hvernig þessi litla kona hefir getað haft hemil á öðrum eins risa-strákum og ykkur tveim.“ „Æ, í rauninni voru þetta beztu strákar," sagði Abla, „þegar þeim lenti bara ekki saman í áflogum. Ég hélt oft, að þeir myndu drepa hvor annan. Það kom fyrir. að ég varð að ganga á milli, og þá var ég bæði gul og blá-flekkótt í marga daga á eft- ir. En haldið þér kannske ekki, herra Stolz, að jafnvel nú, eftir að þeir eru orðnir full- orðnir, geti komið fyrir, að þeir rjúki í hár sarnan? Það er þetta ofsa skap, sem þeir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.