Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 21
N. Kv. VITASTÍGURINN 109 Ekki gat það verið afmæli, því að afmæli pabba var nýbúið, og afmæli mömmu var á aðfangadag jóla. Loksins stökk Benedikta upp af stólnum: „Ég veit það, ég veit!“ „Jæja, hvað veiztu þá?“ sagði Adam. „Þú ert orðinn admíráll eins og hann afi!“ Adam og Fía hlógu, og allir krakkarnir hlógu. Og Roosevelt litli skellihló, af því að hann sá hin hlæja. „Nei, börnin góð, pabbi vill ekki vera admíráll,“ sagði Adam. „Viltu það ekki?“ sagði Benedikta. Hún varð dálítið vonsvikin. „Nei, það vil ég sannarlega ekki. Það er miklu betra að vera vitavörður. Það skiljið þið efalaust, þegar þið sjáið, hvað við erum öll glöð og ánægð hérna í Straumey. En far- ið þið nú út, börn! Það er ekkert vit í að vera inni í þessu inndæla veðri.“ Þau þustu öll út í sólskinið. Síðan sagði Adam Fíu frá viðburðum dagsins. Fía hlustaði af heilum huga. Þegar hann hafði sagt henni frá fundi þeirra frú Bramer, varð Fía hugsi og spurði upp aftur og aftur, hvað hún hefði sagt. „Vildi hún virkilega ekki láta drenginn fá beztu hjúkrun?" spurði Fía. „Nei, það vildi hún víst ekki; að minnsta kosti hafði Kröger læknir það eftir henni.“ „Og ég sem hélt, að ríku hjónin á Bjarka- setri ættu svo gott á allan hátt. En það ætla ég að segja þér, Adam, að væri ég í sporum frú Bramer, þá skyldi bæði ég sjálf og aðrir líka njóta beztu hjúkrunar og aðhlynning- ar, það geturðu reitt þig á!“ „Mér þykir vænt um, að þú ert ekki frú Bramer, Fía, og þess óskar þú vonandi ekki framar?" „O-nei, það stendur á sarna; en það ætla ég að segja þér, að það er ekkert réttlæti í því, láti Guð almáttugur hana ekki verða sérstakrar hjúkrunar aðnjótandi, áður en hún deyr,“ sagði Fía með þykkjuþunga. „Láttu hann um það, Fía; þú skalt ekki leggja þig fram í það. Hann ræður eflaust sjálfur fram úr þeim greinum eins og öllu öðru, það geturðu reitt þig á,“ sagði Adam. Nú var barið að dyrum. „Góða, eru gestir að koma núna, líttu eftir, hver það er, Fía.“ Það var ungfrú Evensen, gjaldkerinn hjá Ivarsen kaupmanni. Hún brosti, þegar hún kom inn um dyrnar, en Adam virtist hauks- nefið jafnlrvasst eftir sem áður. Hún hafði roðnað lítið eitt í kinnum við gönguna upp brattan Vitasríginn, enda var hún orðin þreytt. „Vitastígurinn er erfiður," sagði hún og settist. „Það var gaman, að þér skylduð líta upp hingað einu sinni,“ sagði Fía. Hún skikli ekkert í, hvert erindi ungfrú Evensen gæti átt þangað upp eftir. Auðvitað þekkti hún hana lauslega úr búðinni, en heldur ekki meira. „Það er svo rólegt og friðsamlegt hérna efra hjá ykkur,“ sagði hún og 1 itaðist um í stofunni. „Já, hér er enginn annar hávaði en í sjón- um, einstöku sinnum; en við hann erum við nú orðin svo vön,“ sagði Adam. „En hvað þið eigið gott!“ „Já,“ sagði Fía, „við eigurn gott, meðan við fáum að halda heilsu." Hún horfði lát- laust á ungfrú Evensen og gat með engu móti skilið, hvað hún væri að fara. Þetta var á miðjum síðdegi, að minnsta kosti fyrir búðarlokun, svo að það gat eigi verið sér til skemmtunar eingöngu, að hún var hingað komin. Adarn fannst nú víst, að sér væri of- aukið og hugsaði, að konurnar myndu helzt vilja vera einar. Hann fór því upp í turn- inn til að líta eftir Ijóskerinu. Fíu virtist ungfrú Evensen óróleg, eiirs og eitthvað am- aði að henni. Það var eins og hún gæti hvergi setið um kyrrt. „Ég hefi alltaf heyrt, frú Stolz, að þér sé- uð svo góð. Reglulega hjartagóð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.