Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 22
no VITASTÍGURINN N. Kv. Fía roðnaði. Hún vissi ekki, hverju svara skyldi, en sagði svo að lokum: „Við verðum öll að vera eins góð og við getum, hver við annan, ungfrú Evensen." „Já, þar væri nú vandalaust, ef allir væru það.“ Ungfrú Evensen færði sig til í stóln- um. „ívarsen kaupmaður er mjög veikur," sagði hún allt í einu og leit niður. Það var elcki laust við, að hún roðnaði lítið eitt. „Er ívarsen veikur? Ég sá hann í fyrra- dag,“ sagði Fía. „Hann varð skyndilega veikur í morgun. Ég hefi litið eftir honurn í allan dag, en nú gat ég ekki gert meira, þvi að hann varð svo órólegur. Góða frú Stolz, viljið þér nú ekki hjálpa mér?“ Fía var þegar fús til þess. Það var ekki nei til í hennar munni, þegar um hjálp var að ræða, þótt hún væri venjulega allóhlífin og gæti flett miskunnarlaust ofan af breysk- leika náungans. „Nei, er ívarsen svona lasinn? Já, það verð- ur honum enginn hægðarleikur, þegar hann á að gera upp reikningana við himnaföður- inn,“ sagði Fía. „Æ, hann hefir nú samt verið góður mað- ur,“ sagði ungfrú Evensen. Hún þurrkaði eilítið tár, sem læðzt hafði afvega. „Góður? Ég kalla það enga góðmennsku að sitja að svalli langt fram á nætur, oft á viku, í stað þess að gera gott með peningun- um sínum.“ Nú var ungfrú Evensen ekki framar und- irleit. Hún lyfti hauksnefinu og var albúin að höggva. Henni þótti vænt um ívarsen, og réðist. einhver á hann, var hún viðbúin að verja hann með oddi og egg. Hvorki Fía né neinn annar hafði rennt grun í, að hún elskaði ívarsen og lrefði þótt vænt um hann öll þessi ár, sem hún hafði setið i glerskápn- um í búð hans. Þann leyndardóm hafði hún borið með sjálfri sér. Og hún hafði glaðzt í hvert sinn, sem hann hafði kinkað til henn- ar kolli eða brosað til hennar. „O, hann hefir nú ekki drukkið meira, en hann hefir vel þolað, frú Stolz,“ sagði hún. „Haldið þér kannske, ungfrú Evensen, að hann liafi fengið rauða nefið og ístrubelg sinn í bindindisfélaginu? O, sei-sei-nei, svo einföld erum við nú ekki. Annars finnst mér, að hann hefði getað gert eitthvað gott með öllurn peningunum sínurn. Það eru margir fátæklingar hérna í bænum.“ „Það eru sennilega öll þessi ferðalög hans, sem valda þ\ í, að svo margir öfunda hann.“ „Ég öfunda enga manneskju, ungfrú E- vensen. Ekki agnar ögn. Hann hefir ferðazt eins og brjálaður maðui', að sagt er, bæði til Lundúna, Parísar og annars í allar áttir." „ívarsen hefir borðstofu. sína fulla af silf- urbikurum frá ferðum sínum. Ég skal segja yður, að það er dýrðleg sjón, frú Stolz. Á hverjum bikar stendur mánaðardagur og ártal, og hve marga kílómetra hann hafi far- ið í hverri ferð.“ „Hafi hann ekki gert annað en að tæma alla þessa bikara á leiðinni, þá hefir hann bara ferðazt út í bláinn, ungfrú Evensen, það getið þér reitt yður á. Og þá getum við sagt eins og um Jónas í hvalnum: Víða hefir hann farið, en lítið hefir hann séð. Ha- ha-ha!“ Ungfrú Evensen leið ekki vel. Henni gramdist, að frú Stolz skyldi geta gert að gamni sínu á annarri eins alvörustund. Það lá við, að hún sæi eftir að hafa farið alla leið upp í vita. Niðri í bænum gat hún fengið meira en nóg af skensi og glósum um ívar- sen, og hún hafði ekki komið hingað upp eftir í þeim erindum. Nei, hún hafði búizt við og vonað að finna þar samúð og hugg- un. Henni varð æ torræðara, hvernig sér hefði annars getað dottið í hug að fara hingað upp eftir; en það var eins og einhver rödd hefði rekið á eftir henni og sungið í eyru hennar: „Upp, upp í hreint loft, það mun hressa þig!“ Niðri í bænum var allt grátt og í þoku, en uppi í sólskininu blikaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.