Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 23
N. Kv. VITASTÍGURINN 111 á hvítan vitann, eins og væri hann að bjóða manni til sín. Henni féllst hugur, og hún varð bæði hrygg og kjarklaus. Hún þagn- aði, sat grafkyrr og starði niður fyrir sig. Hauksnefið hékk nærri því niður á bringu. Allt í einu fór hún að gráta. Hún gat ekki stillt sig og barðist árangurslaust við að bæla niður grátinn. Grannur og magur lík- ami hennar hristist allur af ekka. Fía varð bæði hissa og í vandræðum; hún vissi ekk- ert, livaðan á sig stóð veðrið. Hafði hún sagt eitthvað, sem var niðrandi eða ónær- gætið? Þetta um Jónas í hvalnum hafði hún sagt í því skyni að skemmta ungfrú Even- sen. Því miður hafði það snúizt í þveröfuga átt. „En góða bezta,“ sagði Fía loksins, „þér megið ekki taka þessu svona þunglega. Það er þó enginn, sem vill yður eða ívarsen neitt illt.“ „Það tala allir illa um ívarsen og eru vondir við hann. Ég heyri aldrei eitt gott orð um hann úr neinni átt.“ „O, hann hefir sennilega líka sínar góðu hliðar." „Ég hefi verið hjá ívarsen í 20 ár, svo að ég veit, hvað hann er góður. Þér ættuð bara að þekkja hann, frú Stolz —“ nú sló aftur út í fyrir henni, og hún fór aftur að gráta og fékk ekka. Fía tók nú að renna grun í sam- hengi málsins. Kveneðli hennar skynjaði, að hér væri um ást að ræða, og þá var Fia þegar velvakandi. Þetta var skemmtilegt. Já, auðvitað vildi hún hjálpa, en hvernig? Hún tók í höndina á ungfrú Evensen og þrýsti hana innilega. „Verið þér bara róleg, ungfrú Evensen, þetta kemst allt í bezta lag aftur. Þér vitið annars, að ekkert verður eins gott og við bú- umst við, en heldur ekki eins slæmt og við óttuðumst. Það er gott kjörorð. Annars er ívarsen orðinn roskinn maður, sem búast má við að falli frá þá og þegar.“ „Nei, segið þér það ekki, segið þér það ekki,“ hikstaði hin. Fíu skildist þegar, að nú hefði hún hlaup ið á sig, og flýtti sér að breiða yfir. „Auðvitað getur hann lifað í fjöldamörg ár enn. Þess eru svo mörg dæmi. Hvað er ívarsen annars orðinn gamall?“ . „Sextíu og tveggja,“ snökti ungfrú Evensen. „O, ekki meira, það er nú enginn aldur að nefna.“ Fía var að velta fyrir sér, hvort hún nú væri ekki stundin komin til að spyrja blátt áfram, hvort hún elskaði ívar- sen. Því að það fannst henni hún þurfa að vita, ef hún ætti að geta tekið hér hönd í bagga. „Yður þykir víst vænt um ívarsen — ég á við, að þér elskið hann víst?“ sagði Fía. Það var eins og síðustu orðin stæðu ofurlítið í henni. Henni fannst sem sé svo algerlega ólíklegt, ef ekki með öllu óhugsandi, að nokkur gæti elskað ívarsen. Það fór hryll- ingur um hana, yrði henni aðeins hugsað til þessa feita og ógeðslega manns. Að vísu var ungfrú Evensen engin skýjadís, hún var visin og beinaber, en samt var hún ennþá tiltölulega ung manneskja. Vegir konunn- ar eru órannsakanlegir, hugsaði hún með sér. Ungfrú Evensen svaraði ekki undir eins, hún varð að stilla ekkann. Loksins kom það: „Fyrst þér spyrjið mig að því, frú Stolz, þá verð ég að segja yður það. Mér þykir mjög vænt um ívarsen. Mér hefir þótt vænt um hann frá fyrsta degi mínum í búð- inni hans. Ég var þá aðeins seytján ára, nú er ég þrjátíu og sjö. Þér rennið ekki grun í, hvað hann hefir verið mér góður. Aldrei eitt ónota-orð öll þessi ár, og ég hefi fengið launahækkun á hverju ári.“ „En hamingjan góða, hvers vegna giftist þér þá ekki manninum?" spurði Fía. „Við erum ekki trúlofuð, nei, góða frú Stolz, þér megið ekki misskilja mig. Þér megið endilega ekki nefna þetta við nokk- urn lifandi mann!“ Fía gat ekki varist að taka þessu sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.