Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 24
112 VITASTÍGURINN N. Kv. hverju öðru viðkvæmnis-voli og orðagjálfri, og henni fannst blátt áfram ungfrú Evensen vera mesta gæs að ganga árum saman og andvarpa út af öðrum eins náunga og ívar- sen kaupmanni! En auðvitað gat hún ekki sagt þetta upp í opið geðið á ungfrú Even- sen. Fyrst varð hún að reyna að róa hana, en það var nú ekki hlaupið að því vegna þess, að ungfrú Evensen fékk hvert grátkast- ið á fætur öðru. Fía fór nú að telja um fyrir henni, og síðan tók að smábirta í lofti. Ung- frú Evensen fór nú aftur að brosa og lyfti höfði á ný. Fía lofaði því að fara með henni ofan eftir og bjóða Ivarsen hjálp sína og að- stoð. Ungfrú Evensen fullyrti, að hún yrði hjartanlega velkomin. Fía sagði við Adam, að „samkvæmt beiðni" ætlaði hún ofan eftir og líta til ívarsen. Adarn fannst að vísu, að þangað hefði hún ekkert að gera, og að hún ætti heldur að vera heima; en hann þagði að vanda og lét hana fara ferða sinna. Þegar þær komu ofan eftir til ívarsens, sat Kröger læknir við rúm hans. „Auminginn, en hvað hann er fölur,“ sagði Fía. „Hélduð þér kannske, að hann myndi blómgast eins og rós, jregar hann hefir feng- ið slag?“ „Er liann mjög slæmur,“ hvíslaði Fía að lækninum. „Ég held nú ekki. Lifi hann samkvæmt heilbrigðisreglunum, getur hann vel orðið tíræður," sagði læknirinn og stóð upp. Ivar- sen heyrði orð læknisins og brosti dauflega. „Æ, það verður nú allt of langt fyrir mig, læknir.“ „Það er alltof gott að hafa nokkur ár að hlaupa upp á. En jrað verður ekki meira af borgundarvíni, að minnsta kosti fyrst um sinn,“ sagði læknirinn og fór. Fía og ungfrú Evensen snerust nú utan um ívarsen og færðu alh í lag og hagræddu á bezta hátt, og ívarsen lá brosandi og horfði á. Honunr fannst sér ekki líða sem allra verst, Jrótt framtíðarhorfurnar væru ekki sérlega glæsilegar. Honurn varð hugs- að til dýrðlega borgundarvínsins í kjallar- anum. „Æ já, frá Stolz, Jrað verður nú annað líf lyrir mig hér eftir en áður,“ sagði hann. „O — þér getið nú átt góða daga og hugn- anlega ævi, Jrótt þér fáið ekki að gera allt, sem yður lystir,“ sagði Fía. Hann lá lengi og hugsaði. „I dag hélt ég vissulega, að mér væri lok- ið, frú Stolz; en Jretta leið hjá. Héðan af verður víst ekki nein skemmtun í því að hafa vini sína hjá sér; ég verð eflaust ein- mana og yfirgefinn." „O sei-sei-nei, Ivarsen. Hvers vegna ættuð þér að vera einmana? Ég þekki manneskju, sem gjarnan vill annast yður í ellinni." Fía varð |:>ess vör, að ungfrú Evensen kippti í kjól hennar, og hún þagnaði því; en ívarsen vildi nú fá fulla vitneskju og spurði hvasst: „Við hvað eigið þér með því, að Jrað sé manneskja, sem vilji annast mig í ellinni — hvað?“ „Ég átti eiginlega ekki við neitt sérstakt, ívarsen. Aðeins svona almennt, að einhver muni finnast, sem fús sé að annast yður og gera yður lífið hugnanlegt." „Hm-hm — já, það er ef til vill einhver slíkur til. En það eru aðeins peningarnir mínir, sem þeir vilja krækja i. Ég Jrekki mennina, frú Stolz. Það eru peningarnir, sem þeir sækjast eftir. Haldið þér raunveru- lega, að til sé í öllum bænum nokkur sú manneskja, sem líta vildi eftir slíku strand- flaki sem mér, ef ég væri ekki ríkur maður? Ha-ha — onei.“ „O, — t. d. ungfrú Evensen, sem hefir ver- ið hjá yður í fjölda mörg ár, hún mundi víst koma og líta til yðar, Jregar hún heyrði. að þér væruð veikur,“ sagði Fía. Nú kippti ungfrú Evensen fast í kjól Fíu og reyndi að stíga ofan á tærnar á henni. „Ungfrú Evensen,“ tautaði hann. „Jú, þér hafið ef til vill rétt fyrir yður. Ef til vill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.