Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 28
C. Krause; Dætur frumskógarins. Saga frá Mexíkó. Guðmundur Frímann þ/ddi. (Framhald). „Ég var sendur heim á búgarðinn og eft- ir það varð ég að dúsa þar. Öllu námi var lokið. Starf mitt á búgarði fóstra míns var í því fólgið að reka þrælana áfram og kom það oft fyrir að ég misnotaði vald mitt, meira en góðu liófi gengdi. Fóstri minn var enginn þrælaníðingur að eðlisfari. Milli þess sem ég vann við landbúnaðarstörfin stundaði ég veiðiskap. Meðal þræla fóstra míns voru tveir — piltur og stúlka — sem hann haf'ði keypt sem börn um það bil sem hann kom til Texas. Þau voru bæði áttungar, og svo hvít á hörund sem nokkur mexíkani getur verið. Eina sönnun þess að eitthvað af negrablóði rynni í æðum þeirra var bláleit dökkna við naglaræturnar. Og samkvæmt hinni amer- ísku þrælalöggjöf var það nóg til þess að hefta frelsi þeirra og selja þau mannsali. Drengurinn hét Hinrik en stúlkan Celía. Tamoraz gaf þeim ekki þessi nöfn. Þegar þrælakaupmaðurinn frá Galveston bauð þau upp, sagði drengurinn, sem þá var 8 ára gamall, hvað þau hétu bæði. Stúlkan var þá aðeins 5 ára. Annað var ekki hægt að hafa upp úr börnunum viðsíkjandi upp- runa þeirra. Þrælakaupmaðurinn vissi held- ur ekki neitt. Hann hafði keypt þau bæði af indíána nokkrum. Fóstra mínum rann til rifja umkomulevsi þeirra og keypti þau til þess að afstýra því að þau lentu í böðulshöndum. Hann reynd- ist þeim betur en venja er, þegar þrælborin börn eiga í hlut. Umhyggja hans bar líka ríkulegan ávöxt, því bæði börnin döfnuðu vel og þroskuðust að vizku og vexti. Það var ekkert í fari þeirra, sem gefið gæti til kynna að þau væru ófrjáls. Af þeinr ástæðum staf- aði óhamingja mín og fóstursystur minnar, Valentínu." „Valentínu," át Banderas eftir. „Já, því sú ást á Henry er þróast hafði í brjósti Valentínu var jafn lítilsmetin og til- finningar mínar gagnvart Celíu.“ „Hvað er Valentína gömul nú?“ spurði Banderas. „Þrjátíu og eins árs,“ svaraði gullfarinn. Banderas sat hugsi nokkra stund. „Það er hún,“ tautaði hann síðan, „hún var aðeins sextán ára gömul þegar hún lof- aðist Pezarro kapteini.“ „Ó, þið hefðuð átt að sjá Henry. Hann er guðumlíkur að fegurð. Ekkert getur staðist ljóma augna hans. Sama mála gegnir um systur lrans, hún er dásamleg-----!“ „Og hvernig endaði þetta?“ greip Banderas fram í. „Nótt eina flúðu þau bæði, og það þó þrælahlekkir fóstra míns væru í reyndinni ímyndun tóm. Vitundin um ófrelsið var þeim óþolandi. Ég ákvað þegar að veita þeim eftirför. Valentína latti mig ekki, síður en svo, því að hún vonaði að mér tækist að hafa hendur í hári elskhuga síns og koma honum til hennar aftur. Nú er ár liðið síðan ég hóf leit mína. Hún hefir engan árangur borið og þó hefi ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.