Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Side 31

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Side 31
N. Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 117 Hurð bjálkahússins féll út'. Banderas þok- aði sér að hurðabaki. Það leit út fyrir að hann hefði misst allan áhuga fyrir að lrafa upp á Marano. Hvað gat orsakað áhuga hans fyrir þess- um ungu mönnum, er þarna sátu og sam- ræðum þeirra? Það var fljót sagt. Hann liafði heyrt annan þeirra nefna Gimsteinadalinn og það var nóg tihþess að hann gleymdi í bráð öllu öðru. XXIII. HENRY OG CELÍA „Hvers segist þú hafa orðið vísari?“ spurði sá yngri með undurfagurri röddu. „Hefirðu fundið innganginn í Gimsteina- dalinn? Hvar er þessi dalur, Henry?“ „Það skal verða upphaf okkar hamingju, ef við finnum Gimsteinadalinn. Hann liggur hér inn á milli fjallanna. Engum öðrum en okkur mun nokkru sinni auðnast að finna hann, né njóta þeirra óþrotlegu auðæfa, sem þar eru fólgin.“ „Ó, bróðir minn! Er þessi saga þín um Gimsteinadalinn ekki draumórar einir?“ „Hvert orð er satt, kæra systir. Ég var vel vakandi og með réttu ráði, þegar ég af hendingu fai}n Gimsteinadalinn. Þú mannst, að þar var einn dag, að óheppnin elti mig frekar venju. Ég var búinn að ráfa hér franr og aftur um gullsvæðið, án þess að finna nokkuð, á sama tíma og hinir gull- fararnir fylltu skjóður sínar með gullsandi. Svo undir kvöldið þreif ég byssu mína og liélt liér inn í fjöllin og þá var það sem ég af blindri hendingu fann þennan leyndar- dómsfulla hamradal, sem allir gulleitar- menn tala um, en enginn veit hvar er. Þú veitzt, systir mín, hver áform okkar voru er við settumst hér að. Við ætluðum að safna svo miklu gulli, að við værum þess megnug að flýja til Norður-Ameríku, þar sem negra- blóðið í æðum okkar vitnar ekki á móti okkur og veldur ekki eilífum missi allra mannréttinda og jarðneskra gæða. Þessi áform Irafa það verið, sem ávallt hafa beint huga mínum að sögninni um Gimsteina- dalinn.“ „Hún er aðeins þjóðsaga, sem ekkert er byggjandi á,“ svaraði Celía. „Já, en þjóðsaga, senr byggist á vissum staðreyndum. Sagan segir, að þegar Spán- verjar í fyrndinni réðust inn í Mexíkó, hafi síðasta furstaætt landsins flúið með auðæfi sín til norðurs, til þess að Jrau féllu ekki í hendur innrásarmönnunum. Var fjársjóður þessi falinn í stórum helli í einu gullauð- ugasta og afskekktasta lrluta Serra Verde. Sagan segir ennfremur, að dalurinn, þar sem lrellirinn er, hafi við jarðrask fyllst vatni og sé Jrví lítt hugsanlegt að munni hans verði fundinn." „Hver hefir sagt þér þetta?“ spurði Celía. „Gullfararnir, sem ég hefi unnið með. Og einn Jreirra hafði það eftir indíánunum, að andinn mikli hefði fyllt dalinn vatni svo engum mætti auðnast að finna fjársjóðinn mikla, sem þar er geymdur. Þeir segja enn- fremur, að andinn mikli rnuni í fyllingu tímans senda einhvern af þessum ættstofni til jarðarinnar aftur til Jress að safna saman í einn voldugan þjóðflokk hinum undirok- uðu frumbyggjum landsins. Þá, en ekki fyrr, muni vatnið í dalnum síga niður og hellismunninn verða sýnilegur hinum út- völdu sonum frumskóganna." „Eftir Jressari sögu að dæma, mun okkur, kæri bróðir, veitast torvelt að ná þessum fjársjóði. Nei, við verðum að gera okkur að góðu að bíða þangað til andinn mikli lætur vonir indíánanna rætast.“ „Vatnið hefir þegar sigið, dalurinn er orðinn þurr. Ég hefi komið þar sjálfur og séð það með mínurn eigin augum. Og þó að ég sæi ekki fjársjóðinn þegar ég kom þar, þá get ég fullvissað þig um, að áður en

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.