Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 37

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 37
N. Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 121 „Nafn mitt er Banderas, mexíkanskur hershöfðingi og fyrrverandi ríkisstjóri í Sonora," svaraði Banderas þóttalega. Marano spratt á fætur, fölur sem nár. Síðan mælti hann hikandi: „Hafið þér átt heima í Mexíkóborg?" „Nei, ég hefi aldrei komið í þá borg,“ laug Banderas. „Eg vissi það,“ tautaði Marano, „sá Banderas, sem ég þekkti, er löngu dauður." „Hvers vegna spyrjið þér um hvort ég hafi átt heima í Mexíkó?“ spurði Banderas. „Fyrir fimmtán árum Jrekkti ég mann að nafni Banderas. Hann var offursti við vall- araherdeild í Mexíkó.“ „Það hefir verið frændi minn,“ mælti Banderas. „Hann fannst drepinn í morð- ingjabæli einu í úthverfi borgarinnar.“ „Fundu þeir hann!“ hrópaði Marano ósjálfrátt. „Já, en hann var með lífsmarki, þegar hann fannst. Og áður en lrann gaf upp önd- ina, sagði hann ] ögregl n{> jón u n u m, sem fundu liann, nafn banamanns síns. Ég veit, að þér verðið undrandi, þegar ég segi yð- ur, kð hann bar sanra nafn og þér.“ . „Dauði og djöfull!" æpti Marano og þreif blaðbreiðan hníf, er lá við hlið hans í fletinu, „eruð þér að drótta því að mér, að ég hafi myrt þennan frænda yðar?“ „Alls ekki,“ svaraði Banderas os: hló óhugnanlega, „hvernig dettur yður í hug, að bera mér slíkt á brýn. Og jafnvel þó þér hefðuð gert það, Jrá mundi ég ekki hafa ásakað yður, þar sem ég var eini erfinginn, sem frændi minn átti.“ „Gott og vel,“ urraði gæzlumaðurinn, „en minnist þess, sem ég hefi sagt: Ég hefi ekki drepið þennan frænda yðar. Og í Mexíkó bera margir sama nafn og ég.“ „Það veit ég vel, herra minn,“ mælti Banderas. „En snúum oss nú að efninu eft- ir að við höfurn kynnt okkur jafnvel hvor öðrurn." „Hvað hafið þér að segja mér? Ég mun hlusta á mál yðar.“ „Hafið Jrér nokkru sinni heyrt talað um Gimsteinadalinn?" byrjaði Banderas ^hik- andi. „Jú, ég hefi heyrt hans getið og ég hefi einnig séð hann.“ „Séð hann,“ mælti Banderas forviða. „Hví skyldi ég ekki hafa séð hann?‘“ Ótölulegur fjöldi gulleitarmanna hefir séð hann frá tindum hinna háu fjalla, er um- lykja hann á alla vegu. Ef þér eigið eftir að kynnast mér betur, þá sannfærist þér von- andi um, að þorsti eftir gulli er eina ástríð- an, sem kvelur mig. Og þá er ekki nema eðlilegt að ég hafi einnig leitað Gimsteina- dalsins, og þegar ég loksins fann hann, að innganginum í Jretta dularfulla heimkynni auðæfanna.“ Banderas horfði rannsakandi á Marano. „Ég gæti ekki fengið ógeðfelldari félaga, og líklegri til illverka,“ hugsaði hann. „Og funduð þér innganginn?“ spurði hann gæzlumanninn. „Nei,“ svaraði Marano argur. „Ég kleif eins og gemsa um hin hrikalegu fjöll ög unni mér hvorki svefns né hvíldar. En hvernig sem ég leitaði, þá gat ég hvergi komið auga á nokkurn þann stað, er lík- legur gæti talist til þess að varðveita mikla fjársjóðu. Enda var dalurinn eitt stöðu- vatn, hamraveggjanna milli.“ Banderas leit á Gomez. „Hvað er langt síðan þér komuð Jjang- að?“ spurði hann Marano. „Nokkrar vikur." „Og var dalurinn þá eitt stöðuvatn. eins og þér sögðuð?“ „Já, hvernig getið þér búizt við öðru?“ „Vitið þér nokkur dæmi þess, að vötn, sem þessi, hverfi í jörð við jarðrask eða þess háttar?" „Veiðimenn, sem komu að norðan, höfðu eitt sinn þá sögu að segja, að vatn eitt í Oregon hafi sigið niður og horfið, svo 16

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.