Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Qupperneq 40

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Qupperneq 40
124 DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. Kv. ég geta komið með umboðsmann eigand- ans, sem við hittum á leiðinni. Hann mundi krefjast þess að £á þræl sinn framseldan, og síðan leggja af stað .með hann heimleiðis. Og þannig yrðu ráðagerðir yðar að engu.“ Marano laut höfði. „Ég sé,“ mælti hann, „að þér eruð hér yfirsterkari." Eftir nokkra þögri hélt hann áfram. „En sá dagur kemur, að eg fæ yfirhönd- ina. Spyrjum því að leikslokum, en ekki að vopnaviðskiptum.“ „Gangið þér þá að skilmálum mínuui?" ,,Eg sé mér ekki annað fært,“ svaraði Marano, „og mun eg því gera ráðstafanir til að yfirheyra áttunginn í nærveru ykkar.“ XXV. í TJALDI MARANOS Banderas sagði nú Marano hvernig hann af hendinugu hefði hitt Gousalvo. Nafn hans nefndi hann þó ekki. Ekki lét hann þess heldur getið, hvar þeir hefðu átt tal saman, því að hann óttaðist að gæzlumað- urinn mundi ef til vill gera tilraun til að ná fundi Gousalvos. Sömuleiðis sagði Banderas Marano frá samtalinu milli Henry og Celíu. Mitt í samræðum þessara tveggja heið- ursmanna, kom ókunnur maður í tjalddyrn- ar. Hann var magur og óhirðulega búinn. Svipurinn var flóttalegur og allt látbragð hans bar vott um menningarleysi og rudda- skap. „Ert það þú, Hodkin! Hvað rekur þig svo árla á fætur og á fund minn?“ Aðkomumaðurinn leit rannsakandi í kringum sig, síðan mælti hann: „Ég veit ekki hvað mikið ég má segja, þú ert ekki einn.“ „Gerir ekkert! Þessir herrar mega heyra allt, sem okkur fer á milli.“ „Þá er erindi mitt það, að segja þér, að Matthías Sam hefir enn fundið mikið af gulli.“ „Það verður að ná því af honum. Getum við ekki ákært hann fyrir einn eða annan löst, drekkur hann ekki eða spilar fjár- hættuspil? Eitthvað hljótum við að finna honum til áfellis.1' ,,Því rniður ekki. Hann er í alla staði lieiðarlegur maður.“ „Fjandans ólán! En bíðum við! Veiztu ekki enn hvað oiðið hefir af hænsnahund- inum, sem tapaðist um daginn?“ „Nei,“ svaraði Hodkin, „enginn hefir orðið hans var síðan.“ „Við kennum Matthíasi Sam um hvarf hundsins. En það er annað sem ég þarf að biðja þig að annast, úr því að þú rakst hér inn. Farðu til bræðranna, sem búa í bjálka- húsinu út við skógarjaðarinn. Þú veizt við hverja ég á. Segðu .þeim að koma strax á minn fund. Ef þeir neita skaltu taka þvf rólega, en ná þér í hjálp svo lítið beri á. Þú getur fengið þá SnerogMartoníliðmeðþér. En mundu að fara gætilega, svo að bræð- urnir gangi ykkur ekki úr gréipum.“ „Ég gera í öllu eins og þú mælir fyrir,“ mælti Hodkin og fór. „Það lítur út fyrir að þér notið aðstöðu yðar sem gæzlumaður til hins ítrasta. Hafið þér leikið marga jafn grátt og þér ætlið að leika þennan Mattliías Sam?“ „Hann er ekki sá fyrsti og verður von- andi ekki sá síðasti,“ svaraði Marano og hló illkvitnislega. „Þeir, sem valtir eru í sessi, verða að ástunda auðsöfnun hvort sem er með heiðarlegu móti, eða ekki, því enginn veit hvenær gæfan snýr við þeim bakinu og þá er betra að vera ekki á flæðiskeri stadd- ur efnalega.“ Hodkin gerði eins og Marano bauð hon- um. Fór hann til bjálkahússins, þar sem Henry og Celía voru. Sátu þau að fábreytt- um morgunverði þegar hann kom.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.