Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 54

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 54
136 BÓKMENNTIR N. Kv. drengskapur, og hagnýt vinnubrögð, og mörgum mun þykja gaman að lesa gátur, þorsklrausaátið og bölv og ragn, svo að nokkrar huganir séu nefndar án þess þó, að á þær séu lagður dómur, sem fremri hinum. Það þýðir ekki hér að þylja nöfnin eða gera tilraun til endursagnar. Bókina verða menn að lesa sjálfir og lesa hana vel. Munu menn hafa hennar bezt not með því að lesa eina hugan eða svo í einu og gefa sér gott tóm til að hugsa um hana. Aftast í bókinni er skrá um öll rit og rit- gerðir, þýðingar og útgáfur dr. G. F. Sézt bezt á þeirri skrá, að sízt er það ofmælt, sem sagt er í upphafi þessa máls. Frágangur bókarinnar er góður og eiga höfundur og útgefandi þakkir skildar fyrir hana. Sigurður Ma&nússon: Þættir um líf og leiðir. Rvík 1943. Útg. Isa- foldarprentsmiðja. Það er ekki ýkjaalgengt að á sjónarsviðið komi heimspekilegar hugleiðingar um lífið, stefnu þess og tilgang eftir íslendinga. Fyrir þá sök eina væri ritlingur þessi merkilegur, ekki sízt þegar þess er gætt, að höfundurinn er einn hinn kunnasti l*knir landsins, Sig- urður Magnússon fyrrv. yfirlæknir á Vífils- stöðum. Ritið er í sjö köflum, og heita þeir: ein- staklingurinn og umhverfið, trú og lífsskoð- un, Indóaría, dulspeki og lífsskoðun, trú og vísindi, göfgur sé gumi og hvert liggur leiðin? Að lokum er eftirmáli í bundnu máli. Höfundur kemur víða við og ræðir rök lifsins og siðfræði frá ýmsum hliðum. Yfir öllu ritinu hvílir bjartsýni og trú á sigur hinna góðu afla í manninum. Það má vel vera að þessi yfit'lætislausa bók verði ekki mikið lesin, og er það miður farið. Hún ræðir um efni, sem alla snertir og á þann hátt að hverjum er sálubót að lestr- inum. Emil Ludwig: Roosevelt. Akureyri 1943. Útg. Árni Bjarnarson. Hér birtist á íslenzku æfisaga þess manns- ins, sem einna valdamestur er núlifandi manna, og sem flestir þeir, er unna frelsi og lýðræði setja traust sitt á. Má með sönnu segja, að sú bók eigi fremur erindi til vor en margt annað, sem birzt hefirábókamark- aðinum. Það er þó e. t. v. ekki aðallega vegna þess, hve mikill valdamaður Roose- velt forseti er, heldur af því, að æfisaga hans er merkilegt skjal urn það, hverja sigra viljaþrek og heilbrigður andi fá unnið á örðugleikum lífsbaráttunnar. Bókin er líka þannig rituð, að hún kynnir lesandanum miklu meira manninn en forsetann Frank- lin D. Roosevelt. Höfundurinn fylgir æfi- ferli lians frá vöggunni og fram til ársins 1936, og sýnir glögglega hvernig störf hans og framkvæmdir mótuðust af skapshöfn hans og lífsskoðun. Maður, sem gerður er sem Roosevelt, lrlaut að breyta þannig. Að- dáun höfundar á söguhetju sinni er að vísu augljós, en sanrt virðist lesandanum, að frá- sögnin sé skráð án haturs og hylli. Auk þess að lýsa Roosevelt þá er vitanlega brugðið upp ýmsum myndum af lífinu í Bandaríkj- unum og stjórnmálum þar, en einkum þó „hvíta húsinu“, þar sem Roosevelt hefir nú setið lengur en nokkur annar fyrirrennari hans. Býst ég þó við, að ýmsir hefðu kosið að fræðast meira um hin almennu sögulegu atriði. Höfundur æfisögu þessarar, Emil Lud- wig, er þýzkur að kyni, og hefir hann ritað æfisögur ýmissa stórmenna, og þótt meðal hinna snjöllustu rithöfunda á því sviði. Rit- höfundarferill hans og störf á því sviði áður er næg trygging þess, að hér sé um merkis- rit að ræða, og er fengur að fyrir íslenzka lesendur. Hins vegar verður því ekki neitað, að frásögnin er sums staðar nokkuð lang- dregin og þunglamaleg, en fremur mun það vera að kenna hinum íslenzka búningi bókarinnar en höfundi. En allt um það,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.