Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 62

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 62
142 DULRÆNAR SÖQUR N. Kv. nætursakir, að vetri til, í húsum Gömlu- hafnarinnar í Stóru-Georgeseyju. Svo var mál með vexti, að árið 1915 eða ’16 stóð yfir mál milli tveggja fiskifélaga í Selkirk, út af svokölluðum Sandeyjum á Norður-Winnipegvatni. — Annað félagið hafði þar livítfiskveiði á sumrin, en hitt fé- lagið vildi nú haldi á eyjunum líka. Málið átti að takast fyrir snemma í marzmánuði, en eigandi félagsins, er byggt hafði i Sand- eyjunum, var þann vetur þar norður frá, að sjá um bryggjuviðgerð, ísupptöku o. fl. Var þá Stefán skipstjóri fenginn til að sækja hann, því að Stefán hafði ætíð góða lninda, er voru duglegir, og svo var liann sjálfur vanur ferðalögum. Fór Stefán með austurströndinni norður, eftir að kom norður að Rabbit Point, og allt gekk að óskum. En dag þann, sem hann ætlaði að ná til Sandeyjanna, fór að verða ljót blika í lofti og líkur til að gjöra mundi byl, sem og einnig varð, þegar hann var kominn nálægt Stóru-Geotgeseyju, var kominn bylur og dagur einnig að kveldi kominn. Fíugði hann því bezt að setjast þar að yfir nóttina, enda var hann híbýlum vel kunnugur í Gömlu höfninni. Eftir að hann var búinn að binda hundana og gefa þeim, fór hann að kveikja upp eld í eldavélinni í eldhúsinu, því að þar ætlaði hann að láta fyrirberast um nóttina. Þar var einnig rúm- stæði, er hann lét sængurfötin sín í, og lampi var þar með olíu, sem kom nú í góðar þarfir. Fór nú að gjörast vistlegt í eldhús- inu. Að kveldmat afstöðnum hugðist hann að hafa góðan nætursvefn, en það fór á aðra leið. Þá tóku hundarnir til að gelta og ólmast í ólarböndunum, eins og eitthvað væri í nálægð við þá, sem þeim gætist ekki vel að. Jafnframt fannst honum einliver óhugur grípa sig, sem hann þó gat ekki vel gert sér grein fyrir; honum fannst eins og nærvera einhverrar veru væri að draga úr sér allan mátt. Vel vissi hann, að Loftur sál. var jarðsettur þar skammt frá. Á þessu gekk alla nóttina, að hundarnir voru með sífelld- an hávaða og ógang, svo að Stefáni varð ekki svefnsamt, en hræðslu þóttist hann ekki hafa fundið til. — Er morgna tók, hélt hann af stað til Sandeyja, sem aðeins er 20 mílna vegalengd, og var snemma dags þar kominn. Fleiri sagnir, sem ég hefi heyrt, hafa verið settar í samband við Loft, en eru tæplega birtandi. Læt ég því þetta nægja. Ljósin. Sumarið 1919 vann ég sem ofar við fisk- veiðar í Spider Island á Winnipegvatni. — Booth Fisheries of Canada hafði Jrar fiski- stöð og hefir enn. Við Spider Island er mjög skerjótt og oft erfitt að sigla þar í óhagstæðum áttum. Þetta sumar var tíðin mjög stormasöm, og af því leiddi, að minnisstæður atburður gerðist þar. — Nokkrum nóttum áður en Jretta kom fyrir, sá vökumaður félagsins (sem gætir að bátum á nóttunum og vekur fiskimenn, Jrá tími er til kominn), ljós, sem alltaf var hjá sama bryggjustaurnum (þeir staurar eru hafðir til að binda bátana við). — Þótti honurn þetta einkennilegt, því að þá er hann vildi athuga þetta betur, var allt horfið. Þetta vakti umtal og einnig óliug hjá sumum .Samt var eins og þetta gleymdist í önnum daganna, þó að ekki væri hægt að bíða þess, að ráðningin kæmi. Það var á venjulegum tíma, að vakið var að rnorgni þess 8. júlí. Veður var ískyggi- legt, nrikið skýjafar á lofti og svartur, þykk- ur bakki í norðvestrinu, en áttin sú, að vel tók á netin, senr voru þá nokkuð langt úti. Að morgunmáltíð lokinni voru bátar leystir og siglt af stað. Fyrstu bátarnir voru komnir nokkuð suður fyrir svonefnt Kríusker, sem er um eina mílu frá Spider-eyjunni; bátur sá, er ég var á, var kominn eins og hálfa

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.