Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 64

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 64
144 SÍMAMEYJAR N. Kv. Símameyjar. Ég hringi heiftarlega í símann og bíð með nokkurnveginn sæmilegri þolinmæði á að gizka 10 mínútur. Þá heyrist skýrt sagt: „Miðstöð." „Get ég fengið 5164?“ „Gjörið þér svo vel.“ „Þökk fyrir. . . . Halló. . . . Er það Pet.er- sen?“ „Nei, það er pylsugerð Adamsons.“ „Er það ekki 5164?“ „Nei, það er 3567.“ . ,,Ó, gjörið svo vel að hringja af. . . . Hvaðan úr fjandanum fékk hún pylsugerð- ina?. . . . Halló, er það miðstöð?" „Nei, það er pylsugerð Ad. . . .“ „í guðs bænum, hringið þér af. . . . Er það miðstöð? Heyrið jrér, góða fröken, ég bað um 5164.“ „Já, gjörið þér svo vel að tala skýrt. Til!“ „Halló. . . . Hallo-o-ó. . . . Góða, elsku fröken, 5164 svarar ekki.“ „Ég skal hringja einu sinni enn.“ „Halló. . . . Er það Petersen?" „Nei, það er baðmullarspunastofan á Austurbrú." „Hringið af!“. . . . Brrr. . . . Brrrrrrr. . . , „5164 fröken, annars kemur eitthvað hræði- legt fyrir. . . . 5164.“ „Já, þá eigið þér ekki að segja 5469, þeg- ar það á að vera 5961.“ „Nei, nei, fimm, einn, sex, fjórir!“ Ég rak tölurnar af því rokna afli inn í trektina, að þær hafa auðvitað fokið inn um annað eyr- að á henni og út um hitt. Það eru til ungar stúlkur, sem fást við matreiðslu, kenna börnum eða brugga með- öl, en ég held, að engin þeirra hafi eins mik- il áhrif á mannkynið og símamærin. Þarna situr hún á stöðinni og heldur þráðunum í hendi sér, og alveg eins og dauðinn með ljá- inn sker hún á þá, þegar tíminn er liðinn. stundum jafnvel nokkru fyrr. Ég tek þessu öllu samt með köldu blóði eins og sjá má af framanlýstri viðureign. En á taugaveikl- að fólk geta símameyjar haft óþægileg áhrif. Ég átti gamlan frænda, sem hengdi sig í leiðshiþræðirmm, eftir að hann hafði staðið við símann í nokkra klukkutíma og æpt sig hásan í trektinni. Einnig átti ég góðan vin, sem drap sig með því að slá heyrnartólinu í höfuð sér ,eftir að hafa rifist í hálftíma við símamey um það númer, sem hann vildi fá og það, sem hún vildi að hann hefði. Og unga, fallega frænku átti ég, sem varð silf- urhvít fyrir hærum, meðan hún beið eftir sambandi. Áhrif símameyja eru þó ekki alltaf skað- leg. Beztu augnablikum lífs míns hefi ég einmitt eytt við símann. Ég hafði einn dag- inn hringt gamla frænku mína upp, og beið þess, að hún svaraði. „Halló!.... Ert það þú?“ spurði mjúk rödd í símanum. Það var ekki frænka mín. „Já, það er ég,“ svaraði ég í snatri og gerði rödd mína svo þýða, sem ég frekastgat. „Það var fallega gert af þér að hringja mig upp. Kemur þú í dag?“ „Ja, ég veit ekki,“ sagði ég hikandi. „Jú, gerðu það góði! En ég hefi fengið bólu á nefið, og þú verður að lofa því að horfa ekki á hana.“ „Já, því lofa ég,“ svaraði ég. „Jæja, vertu þá blessaður, elsku vinur. Ég kyssi þig í símanum." Ég tók á móti kossinum svo vel sem ég gat í trektinni. Ég á vin, sem er einkar kurteis við síma- meyjar. Hann hringir og segir með lítilli hneigingu og góðlátlegu brosi: „Gott kvöld, fröken! Hvernig líður yð- ur? Auðvitað vel. Væri mögulegt að þér vilduð gjöra svo vel og gera mér þann greiða að gefa mér til dæmis 777?“ Hann segir alltaf „til dæmis“, til þess að gefa símameynni frjálsar hendur með að velja annað númer, ef henni finnst það betra, enda gerir hún það oft. J. Ó. P. þýddi.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.