Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 18
152 TUT-ANK-AMON OG GRÖF HANS N. Kv. Á enn öðruni er hún að rétta honum blóm og gjafir eða hengja men um háls honum. Allt eru þetta undurfagrar myndir, sem sýna barnung hjón.í eðlilegu umhverfi; þar gætir ekki hinnar prestlegu viðhafnar og einskorðuðu hirðvenja, sem tíðkuðust í ná- vist „sonar sólguðsins og staðgengils hans á jörðinni". Áður er frá því skýrt, að Tut-ank-Amon hafi gerzt trúskiptingur og tekið aftur upp dýrkunina á Amon-Ra. J>ó er alls óvíst, hvört svo hafi verið í r;run og veru um liann sjálfan. Á hásæti hans eru enn að minnsta kosti merki þess, að hann hafi sjálfur staðið stöðugur í trúnni á Áton, sem tengdafaðir hans (og faðir?) hafði játað. Þar eru myndir af sólkringlunni með útréttum mannshönd- um, og undarlegt væri. að þessi rnerki villu- trúarinnar hefðu fengið að fylgja honum í gröfina, ef þau hefðu verið honum hneyksl- anleg. Þó ber þess að geta, að þar senr mest bar á þeim, sáust leifar af léreftstjaldi, sem skyggt hafði á þau. Svo mætti virðast, sem Tut-ank-Amon hafi — nauðugur eða af frjálsum vilja — dýrkað Amon-Ra fyrir siða- sakir, til þess að geta haldið völdum, en varðveitt trú sína á Aton í hjarta sínu. Tut-ank-Amon lékk ríkulegar birgðir af öllu, sem hann hafði mætur á, til dvalar sinnar í öðru lífi. Vér höfum minnzt á veiði- vopn hans. í gröfinni fannst enn fremur skrín með snyrtingaráhöldum hans, lið- brúða úr tré til þess að máta á föt og skraut- gripi konungs, og leifar af tjaldhimni til að verja liann sól á ferðalögum. Þar voru ýmiss konar búningar, ilskór og hanzkar, sem hæfðu barni, enda var Tut-ank-Amon það mestan hluta ævi sinnar. Einn stóllinn, sem varðveitzt hefur í grafhvsinu, er greini- legur barnastóll. — Margir stafa hans eru afar skrautlegir og íburðarmiklir, flestir auðsjáanlega embættisstafir ög veldissprot- ar, sem notaðir voru við hátíðagöngur og helgiathafnir, en sumir þeirra virðast þó vera almennrar tegundar. Á einn gullstaf- inn er letrað; „Taktu sjálfur gullstafinn, svo að þú megir fylgja elskuðum föður þín- um, Amon, sem mest er elskaður af guðun- um.“ Á öðrum, sem prýddur er glerbólum og víravirki af gulli, stendur: „Skrautstafur hans hátignar." Sá þriðji er einfaldur reyr- leggur, en allur gulli búinn, — og allt skilst, þegar áletrunin er lesin: „Reyrleggur, senr hans hátign skar af nreð eigin lrendi.“ Yfir g'röf Tut-ank-Amons hvílir einhver harmsögublær. í öðrum gröfunr frá þeinr tíma ber nrest á helgiviðhöfnum prestanna, en í þessari einu gröf verður vart sorgar og saknaðar. Örlög Tut-ank-Anrons mega líka sorgleg' kallast. Glaðlynt ungmenni verður á óeirðatímum verkfæri í höndum sér voldugri og óprúttnari manna, en um sanra leyti, sem hann er að verða fullorðinn og á að geta látið til sín taka, verður lrann að yfirgefa jarðneskt líf og unga, fagra og ást- kæra drottningu. Þótt Ay konungur grobbi af því, að jarðaríörin hafi franr farið eftir réttunr reglum, er miklu líklegra, að Ank- es-en-Amon drottningu sé að jrakka sá sakn- aðarblær, sem enn tekur á nrenn að> þrjri þúsund árunr liðnunr. Vafalaust lrefur það verið hún, senr lagði blómvöndinn litla á enni Tut-ank-Amons í kistunni. Hann er eins og síðasta kveðjan eða jafnvel loforð unr að gleyma honum aldrei. Það er fögur og angurblíð hugnrynd, að drottningin unga hafi sífellt syrgt mann sinn látinn; það eru svo nrargir hlutir í grafhýsi hans, sem bera vitni unr ást jreirra hvors á öðru.------ En sagan er enn ekki öll. Ank-es-enAmon drottning var kona, sem hafði nokkurt bein í nefi, þótt ung væri og bæri mikla ást til nranns síns. Sú ást náði þó ekki út yfir gröf og dauða. Seytján eða átján ára gönrul nrissti hún mann sinn, og henni datt víst sízt í hug að vera ekkja alla ævi upp frá því, því að ekki var öndin fyrr skroppin út Tut-ank- Amon en hún fór að reyna að tryggja sér sama virðingarsess, sem lrún hafði áður setið í. Hún hefur Iraft lrér unr bil tveggja nrán-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.