Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 22
156 TUT-ANK-AMON OG GROF HANS N. Kv. í 3300 ár, gat vel verið, að grafræningjar hefðu áður brotizt inn í hana. Carter varð að láta þarna staðar numið í bráð og liafa taum á forvitni sinni. Hann stjórnaði uppgreftrinum fyrir hönd Garnar- vons lávarðar og vildi ekki opna gröfina, nema hann væri viðstaddur. Verkið var haf- ið að nýju 24. nóv., og um kvöldið voru öll sextán steinþrepin rudd. Neðst á dyrunum fannst nýtt innsigli, og á því stóð skýru letri nafn Tut-ank-Amons. Þeir hlutu því að vera á réttri leið. Daginn eftir voru innsigluðu dyrnar opn- aðar, og var þá kontið niður í mjó göng, sem lágu niður á við; þau voru full al: grjóti og mylsnu, og því rniður kom á daginn, að sú öryggisráðstöfun hafði samt ekki verið einhlít. Auðséð var, að grafræningjar höfðu brotið sér leið eftir göngunum í efra horni vinstra megin. Verið var að ryðja göngin allan daginn, og var enn ekki komið að neinni liurð. „Dagurinn næsti,“ ritar Ho- ward Carter, ,,var mesti dásemdardagur, sem eg hef lifað, og eg get aldrei gert mér von um að lifa annan eins.“ — Allan fyrri- hluta dagsins var enn verið að ryðja grjóti úr °öng;unum. — „Unr nónbil rákumst við á aðrar innsiglaðar dyr, níu metrum neðar en útidyrnar, og voru Jrær næstum Jrví ná- kvæmlega eins og þær síðarnefndu. Okkur fannst líða eilífðartími, meðan verið var að fjariægja ruðninginn frá dyrunum neðan til, en að lokum stóðu Jrær óbyrgðar fyrir framan okkur. Úrslitastundin var upp runn- in! Með skjálfandi höndum braut eg olur- litla rauf í vinstra horni og fálmaði inn lyr- ir með litlum járnstaf eins langt og eg gat seilzt. Þar var ekki annað að finna en tóin og myrkur! Svo víkkaði eg raufina nokkuð, stakk lampa inn fyrir og gægðist inn, rneðan Carnarvon lávarður, Frú Evelyn og Cal- lender stóðu við hlið mér, eirðarlaus af eftir- væntingu. í fyrstu gat eg ekkert greint, en eftir því sem augu mín vöndust ljósinu og myrkrinu, gat eg smátt og smátt farið að greina lögun lierbergisins, einkennileg dýr, standmyndir og gtill — alls staðar stafaði á gull. Allra snöggvast varð eg höggdofa af undrun og gat engu orði upp komið. Þá brast Carnarvon lávarð þolinmæði og hann spurði með ákefð: „Getið Jrér séð nokkuð?“ Eg gat engu svarað nema þessum fáu orð- um: ,,Já, dásamlega hluti!“----Aldrei hef- ur nokkur uppgröftur frá fyrstu tíð afhjúp- að aðrar eins dásemdir og lampinn skein á!“ Af }>ví að grafhýsi Tut-ank-Amons er eina egiptzka konungagröfin, sem fundizt hefur næstum ]r\í alveg óhreyfð, má geta nærri, hve ofsaglaðir Carnarvon lávarður og félag- ar hans urðu. Ef grafir annarra hinna fornu Þebu-konunga Iiefðu geymzt óhreyfðar frarn á vora daga, hefði gröf þessa unga konungs ekki verið neitt einsdæmi, en þær hafa allar verið rændar og sumar vafalaust margrændar. Framherbgrgið, sem þarna var komið inn í, var nokkurs konar bil beggja að mega kallast ruslakompa eða barnaleikstofa; þar voru alls konar munir á tjái og tundri, og svo margir v'oru þeir, að ekki var viðlit að komast að dyrum grafklefans, fyrr en fram- herbergið hefði verið rutt. En munir þessir voru líka svo merkilegir og dýæmætir, að Jjeir einir hefðu launað að fullu sex ára strit. í Jressari stuttu frásögn er ekki rúm fyrir langar og nákvæmar lýsingar, en Jró skal stuttlega skýrt frá nokkru af því, sem þarna var. Fremst við dyrnar var óskabikar kon- ungs, fagurlega gerður af hreinu, hálfgagn- sæju alabastri. Þar fyrir innan voru aðrar alabasturskrukkur, útfarar-blómavendir og prýðilegt skrín með myndum á — líklega dýrasta listaverkið, sem í grafhýsinu fannst. I því voru ilskór ýmissa tegunda, sumir úr einföldum sefpappír, en aðrir af dýru efni og gulli skreyttir. Þar voru og konunglegir \ iðhafnarbúningar, skreyttir gulli og perl- um. Hvort sín megin innsigluðu dyranna inn í grafklefann stóðu trélíkneski í líkams-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.