Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 30
164 ÖLDUKAST N. Kv. nú með skriflegt boð til Fanny um að drekka með þeim kaffi uppi á austursvöl- unum. „Eg þakka kærlega fyrir boðið!“ hrópaði frúin frá sér numin og teygði sig fram í sæti sínu, ef verða mætti að hún kæmi auga á furstann. „En, góði Karl,“ hélt luin svo áfram í sörnu andránni, „hvers vegna borðar þú ekki „Vanilla-ís“, sem er svo dæmalaust góður og svalandi?“ „Hann kælir magann um of,“ svaraði Gran. Hún hallaði höfðinu tit á öxlina, horfði broshýr framan í hann og sagði glettin: „Já, það er satt, þú þarft ekki að kæla þig.“ Á meðan frú Gran sat fjörug og kát að kaffidrykkjunni úti á austursvölum gisti- hallarinnar, sat maður hennar inni hjá sér í þungum hugsunum. Hann hafði nú verið giftur aðeins tveggja mánaða tíma, og var þó þunglyndislegur raunablær þegar auð- sær á andlitinu. Hann hafði eins og yngst upp í svip meðan á tilhugalífinu stóð, en það átti eigi lengi að standa. Áður þótti hann fremur ómannblendinn og óframfær- en nú keyrði þó úr hófi. Á ferðum sínum hafði hann sett sér að kynnast sem fæstum og hann hafði beðið hina ungti konu sína að vera vanda að vinum, gætna og varkára í tali og yfir höfuð fara varlega og þiggja sem minnst af heimboðum. En hún hafði þegar leitt honum Jrað fyrir sjónir, að eigi gæti komið til mála, að hún, ung og fjörug, gæti verið eins ómannblendin og alvarleg eins og hann; það væri nokkuð annað að vera rúmlega tvítug eða kominn hátt á fimm- tugsaldurinn — og hennar mesta unun og ánægja væri nú einnritt að kynnast sem flestum. Honum var nú raun að því hve oft liann var ömurlegur og óþýður i viðmóti og reyndi að telja sjálfu msér trú um, að það væri eigi nema eðlilegt að hún, sem svona allt í einu úr fátækt og basli var hafin til tignar og auðlegðar, kynni sér í fyrstu ekk- ert hóf. Ekki gat hún vitað, hvernig hún í hinum ýmsu tilfellum ætti að koma fram eða haga sér svo, að samkvæmt væri heldri manna háttum — henni varð því eigi ámælt fyrir það, þó að hún að þessu leyti eigi fylgdi neinum ströngum reglum. Hún var fjörug og kát að eðlisfari og var það nokkuð láandi um konu á hennar aldri? Nei, framkoma hennar var bara eðlileg, en þó hafði hann hugsað sér þessa brúðkaupsferð þeiiTa svo allt öðruvísi, miklu, miklu meira eftir sínu höfði. Hann hafði ætlað sér að leiða hana, leiðbeina henni, fræða hana, opna augu hennar fyrir öllu fögru og göfgandi, er fyrir augu og eyru bæri, og hann hafði hugsað sér hana sem hlýðnina sjálfa og eftirtektina. Ó, hve ferðin skyldi verða fræðandi og göfg- andi fyrir hina ungu konu, sem svo lítið hafði áður séð af heiminum, Hin tilkomu- mikla, stórhrikalega náttúrufegurð í Sviss, sem svo oft hefur verið viðburgðið, öku- ferðir upp til fjallanna og inn til dalanna, gangan meðfram vötnunum á kvöldin um sólarlagið: allt vonaði hann að þetta mundi verða til að færa hana nær honum, samstilla sálir þeirra, eyða eða að engu gera aldui'S- muninn á þeim. En nú! — nú sá hann að þessir loftkastalar hans voru hrundir til grunna eins og spilaborg. Það var hið fjör- uga gistihallalíf innan um margmennið í öllum Jress töframyndum, sem heillaði hana, en ekki hin svissneska náttúrufegurð. En Jrað, sem þó einkum særði Gran var það, að hann var farinn að sjá, að það var eigi eingöngu glaðlyndi, æskufjör og skort- ur á lífsreynslu og lífsþekkingu hinnar ungu konu hans, er teymdi hana út í sollinn og gjálífið, heldur skortur á sannri menntun og nærnum smekk. Hinir misjafnlega menntuðu og smekknæmu gestir gistihall- arinnar veittu þessu auðvitað enga eftirtekt, þeim var nóg að sjá hana, heyra hana, vera með henni, til að dást að henni, verða hrifn- ir af henni og bera hana á höndum sér, og þá spillti það eigi fyrir, að allir vissu, að hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.