Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 31
N. Kv. ÖLDUKAST 165 var vellauðug og háttstandandi. — En Gran leit nú öðruvísi á þetta; það þýddi ekkert fyrir hann að reyna að loka augunum fyrir því, sem Já svo augljóslega í augum uppi. Hann sá æ betur og betur, að þau voru svo gagnólík í skoðunum og liugsunarhætti, sem mest mátti vera. Þetta kom daglega í ljós, æ skýrar og skýrar, og varð til þess að þau urðu æ fátalaðri hvort við annað, yrtu oft dögunum saman eigi hvort á annað, nema það allra nauðsynlegasta, sem eigi varð hjá komizt. Þau höfðu fengið svo gagn- ólíkt uppeldi og því von að lífsskoðanirnar yrðu gagnólíkar. Hann hafði kviðið því, að hann með menntun sinni ogmikluyfirburð- um myndi bæla hana niður, svekkja hana svo, að hún ekki almennilega nyti sín, — nú kveið hann hinu gagnstæða, að einmitt hún myndi 'bæla hann undir sig, gera hann að hlægilegum, ósjálfstæðum ræfli. I Rómaborg ætlaði hann að leigja sér hús út af fyrir sig næsta vetur og reyna til að vekja hjá henni áhuga á listum og fyrri alda sögu þessarar fornfrægu borgar. Raunar var hann hálf vantrúaður á. að sér mundi tak- ast það, því hann mundi of vel hvernig fór, er hann í hallarrústunum í Heidelberg ætl- aði að fara að skýra henni frá sögu þeirra. Hún spurði þá, er hæst stóð á útlistunum söguviðburðanna: „Hvernig ætli menn hafi verið klæddir í þá daga?“ — Og er svo rétt í þessu bar skrautlegan vagn þar að, hljóp hún frá og sinnti engu öðru en því, að dást að hve skrautlega konur þær voru til fara, er út úr vagninum stigu. En það var þó hugsanlegt, að vekja mætti áhuga hennar á einhverja merkilegu og eftirtektaverðu í þessari fornu, frægu borg, þar sem svo að segja allt minnir á fornöldina. Dvöl þeirra hjóna þarna í Montreux var þegar á enda, og að fám dögum liðnum var ferðinni heitið lengra suður á bóginn. Gran hafði því ásett sér að skrifa í kvöld Lorentze systur sinni. En um hvað átti liann að skrifa? Honum fannst eigi taka því að fara að skrifa henni neina ferðasögu, og á sjálfan sig vildi hann sem allra minnst minnast og þá eigi fremur á hana, sem nú átti fyrir hendi að setjast í frúarsætið í Karlsro. Hann hafði því um ekkert að skrifa nema það, að þeim hjónum liði vel, og svo minnast á einhver heimilisstörf, er hann bað hana að sjá um í fjarveru sinni. En er liann aðeins var seztur niður til að skrifa, kom þjónn einn inn til hans með sím- skeyti, er hljóðaði svo: „Frú Bloch dó í morgun og fékk hægt og rólegt andlát. Margrét dóttir hennar flytur til mín. Lorentze." Þessi dánarfregn fékk mjög á Gran, þótt hann rólyndur væri og stilltur. Hann hafði nú svo margs að minnast frá liðnum sam- verustundum þeirra, allt frá þeirri stundu, er þau fyrst sáust og kynntust og til þess dags, er hún fylgdi honum niður á bryggj- una og rétti að honum myrtusviðarsveiginn með þessum ummælum: „Látið hann á höf- uð brúði yðar; honum fylgja einlægustu og heitustu heillaóskir mínar.“ Hún brosti þá svo blítt um leið, en augun s'kæru og ástúð- legu lauguðust tárum. Honum fannst nú, er hann rifjaði upp fyrir sér liðnar samveru- stundir þeirra, sem vináttan hennar fölskva- lausa og trygga, liefði búið honum einhverj- ar sælustu gleði- og ánægjustundimar í lífi hans, en nú hafði dauðinn slitið þessi við- kvæmu vináttubönd. Og aldrei fannst hon- um þó, sem sér hefði riðið meir á því en ein- mitt nú, er hann átti í þessu afarþunga sál- arstríðí, að mega sækja ráð til hennar, bera undir hana það, sem honum lá þyngst á hjarta ,en nú var honum fyrirmunað það. ,Ó dauði! hversu beisk er þín tilhugsun." — Hann lagðist út af í legiubekkinn og grét fögrum tárum. Enginn gat meinað honum það. Jafnvel hetjan, sem annars ekkert fær bugað má gráta hina burtsofnuðu. Sjálfur meistarinn grét við gröf vinar síns Lazar- usar. Hurðinni var hrundið upp á gátt og inn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.