Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 37
N. Kv. ÖLDUKAST 171 Fanny varð rngi vör komu hans fyrr en Rússinn hvíxiaði í eyra henni: „Maðurinn yðar er kominn!“ Hún þaut upp: „Ertu kominn, Karl? Og eg sem hlakkaði svo mikið til að korna flatt upp á þig, búa þér óvæntan fögnuð yfir því, að iiú er eg orðin styrkari í höndunum." ,Og þér hefur tekizt það,“ svaraði Gran Iremur kuldalega. „Baðlækningin hefur þegar liaft góð áhrif á mig.“ „Já, við höfum bæði orðið fyrir áhrifum hennar, þó sitt með liverju móti.“ „Þykir þér nú ekki væntum, Karl? Nú get eg héðan í frá leikið á hljóðfæri fyrir þig og þess hefur þú svo oft óskað. Og nú not- aði eg tækifærið til að æfa mig og styrkja hendurnar, áður en eg segði þér frá því og sýndi þér, h"'íh'kum bata eg hefi tekið.“ Konur !».»■•_, er sátu til og frá í hæginda- stólum cg legubekkjum með dagblöð, bæk- ur og ýmsa handavinnu, skildu eigi, hvað þeim hjónum á milli fór, þar sem þau töl- uðu á norska tungu, en þóttust þó þegar finna, að „ísbjörninn“, þessi andstyggilegi harðstjóri, væri hræddur um konu sína fyrir Rússanum, sem nú mælti vingjarnlega við Gran: „Eg dáist að fimleik konu yðar; hún er að mælast til að fá fyllri æfingu hjá mér, en mér virðist hún eigi þurfa þess. Það er hreinasta unun að lieyra hana fara með þessa norsku snillinga á hljóðfærinu! Þér eruð víst einnig gefinn fyrir hljóðfæraslátt og söng?“ „Nei, öðru nær.“ Gran leit drykklanga stund í blöðin, hneigði sig svo fyrir þeim, er inni voru, og fór út aftur, en kona hans settist aftur við hljóðfærið. Þessi taugaóstyrkleiki frú Gran hafði aldrei annað verið en uppgerð, beinlínis skrök eða samsetningur. Henni var þvert um geð að jrurfa að vera að fást við kennslu í hljóðfæraslætti í litla sveitarþorpinu, þar sein hún átti heima; hún hataði það, að vera á þönum hús úr húsi allan fyrri hluta dag- anna, og s' o þegar það bættist við, að allir kölluðu hana „Spila-jómfrúna“. Undir öðru nafni þekktist hún ekki. Ilún hafði gengið á ágætan kvennaskóla og þar fengið hina beztu tilsögn í hljóðfæraslætti. En ofan á allt annað bættist og það, að hún var svo þráfaldlega minnt á, að hún væri dóttir hennar „Kruse-Malenu“, sem lifði á því að hafa ýmsa smásölu á hendi í einni af smá- götunum í útjaðri bæjarins. Hún hataði þessa atvinnu móður sinnar, og það fór um hana hrollur, er hún las auglýsingar hennar um grænsápu, eldspítur, kæstan ost frá Bergen o. s. frv. — Hún vildi komast í onrtu frá þessu öllu, slíta sig lausa, burtu á öllum þessum frúm, er létu hana bíða t eyðilegum, köldum herbergjum, unz dæt- ur þeirra voru búnar að æfa sig dálítið bet- ur undir kennslustundirnar. Einkum þráði hún að komast til einhvers góðs baðvistar- staðar, þar sem allir gestir nytu sömu rétt- inda — hinir yngri og fríðari, ekki sízt ef það voru nú ógiftar stúlkur, ef til vill enn meiri réttinda en hinir eldri. Hver gat um þnð vitað hvað fyrir henni gæti legið í frann.w- inni, ef henni ætti að auðnast að koman á slíkan stað? Hún réð því af að fara að kvarta um taugaveiklun eða óstyrklcika í úlnliðunum og brá sér þegar til höfuðstaðarins í því skyni að ráðfæra sig við frægan lækni. Þeg- ar hún kom heim aftur sagði hún að lækn- irinn hefði ráðið sér ti. að leita til baðstaðar; þar væri hægt að leita lækningar við óstyrk- leika tauganna. En nrernig átti hún, fátæk' og umkomulítil, að afla sér fjár til slíkrar ferðar. Allir í bænum kenndu í brjósti um hana, er þeir heyrðu þetta. Hennar eldri og yngri nemendur skutu á hlutaveltu til á- góða fyrir hana og áskotnaðist henni þann- ig nægilegt fé ti! að tá þessa kærustu ósk sína uppfyllta. Eftir giftinguna hafði Fanny oft dottið í hug að hætta við þennan uppgerða tauga- 22*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.