Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 43
N. Kv. MALÍN STURE NUMIN BROTT 177 næst frú Sigríði að leita um sættir með hon- um og frú Mertu og fá hana til að sam- þykkja ráðahaginn. Frú Sigríður lofaði að gera, hvað hún gæti, og skömmu síðar ók hún burt frá lénsmann'sgarðinum. Þegar frú Sigríður kom aftur heim í Hörningshólm, var móðir hennar í rúmi sínu í turnherberginu; þangað hafði hún verið borin eftir yfirliðið í stiganum. „Var hún með kveinstöfum, eins og þegar frú Sigríður skildi við hana, og jókst þó á, þeg- ar frú Sigríður kom aftur við svo búið. En frú Merta lét þó ekki sitja við kveinstafina eina. Hún varð að vísu að hætta við að láta vopnað lið elta þau hjónaleysin — en við því hafði Eiríkur Stenbock búizt — því að hún var ein heima, og synir hennar og tengdasyn- ir voru hjá konungi í Vesturási. Hún gat því aðeins kært yfir því, sem gerzt hafði, og heimtað, að sökudólgnum yrði refsað. — Morguninn eftir fór hraðboði frá Hörnings- hólmi með bréf frá frú Mertu til Jóhanns konungs, og kvartaði hún með stórum orð- um yfir þeirri miklu sorg, sem Eiríkur Stenbock hefði valdið sér með þessu ger- ræði. — Eiríki Stenbock var tafarlaust stefnt; hánn átti undir eins að standa fyrir máli «ínu út af þes’sU ofbeldi, og afrit af stefnunni var sent til frú Mertu henni til fróunar. Meðan á þessu stóð, hélt Eiríkur Stenbeck og föruneyti hans leiðar sinnar. Um óttu morguninn eftir var lagt af stað frá léns- mannsgarðinum og stefnt í suður. Eiríkur Stenbeck bjóst alltaf við vopnuðu liði á eft- ir sér og hraðaði því ferðinni sem mest hann mátti. Að fám dögum liðnum komu þau til hallar Péturs Brahe á Visingsey í Vettern- vatni; en þá fréttu þau, að greifahjónin, Pétur og Beata, væru ekki heima, heldur farin til Sundhólms. Eiríkur Stenbeck fór með Malínu þangað og taldi hana þá loks- ins úr allri hættu. — Þau höfðu strokið frá Hömingshóími á þriðjudaginn fyrir pálma- sunnudag, en náðu til Sundhólms á annan í páskum, og höfðu þá haldið vel áfram. — Þegar Eiríkur Stenbock hafði falið Malínu frú Beötu systur sinni til umsjár, hélt hann sjálfur tafarlaust norður í land til að standa fyrir máli sínu og bjarga því við eftir getu. Það mátti ekki seinna vera, því að frú Merta hafði ekki legið á liði sínu. Konung- ur og hún höfðu skipzt á mörgum bréfum, og hún hafði fengið loforð um, að Eiríkur Stenbock skyldi verða tekinn fastur í Stokk- hólmi og hann skyldi aldrei fá konungsleyfi til ráðahags við Malínu. Vegna þess var gefið út konungsbréf þess efnis, að enginn prestur skyldi dirfast að gefa þau saman. Eiríkur Stenbock fékk stefnu konungs á leiðinni til Stokkhólms, og þegar þangað kom, var hann hafður í gæzlu í gistihúsi sínu, rekinn frá stöðu sinni og varð að greiða árslaun sín aftur. En hann átti marga áhrifamikla vandamenn og vini, t. d. ekkju- drottninguna, systur sína, Karl hertoga bróður konungs og ýmsa aðalsmenn, jafnvel þá, sem nákomnir voru frú Mertu. Allir studdu þeir mál hans, en frú Marta lét eng- an bilbug á sér finna. Gekk svo hvorki né rak. Loksins virðist konungi hafa farið að leiðast þetta þóf, því að ef farið hefði verið að réttum lögum, mundi hafa orðið að sjá á bak duglegum starfsmanni. Og þá gerðist líka Eiríkur Stenbock djarfari. Hann tók sér ferð á hendur til Visingseyjar og fékk Malínu til að útkljá mál þetta, sem um hafði verið deilt í hálft annað ár. Bannað hafði verið, að nokkur svenskur prestur gæfi þau saman, en samt var ekki fyrir það loku skotið, að danskur prestur gerði það. í fylgd með herbergisþernu frú Sigríðar og fóstru Níelsar Sture, sem báðar höfðu dval- izt með Malínu allan tímann, skruppu þau einn góðan veðurdag út fyrir landamærin,*) létu danskan prest framkvæma hjónavígsl- una og fóru sama dag til Torpa, þar sem brúðkaupsveizlan var haldin. #) Danir áttu þá hluta aí Suður-Svíþjóð. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.