Nýjar kvöldvökur - 01.03.1926, Blaðsíða 4
34
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Hann hafði oftar en einu sinni sagt, að hún
væri gáfaðasta barnið, sem hann hefði spurt.
Aldrei þurfti hanri að vísa frá henni spuringu
og oft svaraði hún fyrir hin börnin, og aldrei
hió hún að þeim, þótt í þeim stæði, þvert á
móti, hún kendi innilega í brjósti um þau, og
hefði fegin viljað hjálpa þeim. ^Rað er ágætt!«
var presturinn vanur að segja og klappa um
leið á kollinn á henni. Sjera Halldór kunni að
meta gáfur og góðan vilja. Hann vissi, að
hún var einstæðingur, sem að miklu leyti fór
á mis við ást og samúð manna, og hann var
hræddur um, að þessi stóra, viðkvæma barns-
sál mundi herpast saman, skrælna og skorpna
við kuldann og kærleiksleysið.
»Hvað lærðir þú marga kapitula í biblíunni,
vikuna sem leið? Rú getur vonandi frætt okk-
ur eitthvað um Móse og spámennina, ekki síð-
ur en á sunnudagiun var,« sagði Sigurbjörg
frá Hrísgerði — og leit um leið glottandi til
Fríðu. Hinar stelpurnar hlógu.
»Og hvað prjónaðir þú mörg pör af sjó-
vellingum, og hvað sló Þórunn þig marga löðr-
unga?« bætti Einar á Hálsi við. Hann gat
aldrei sjeð Frfðu írfriðí — og ekkert barnanna
gekk jafnvel fram í því að skaprauna henni,
enda var hann illa þokkaður af flestum. Pótti
latur, svikull og pöróttur. Hann var latur við
lærdóminn eins og annað, og svaraði Fríða oft
fyrir hann.
Blóðið hljóp fram í kinnarnar á Fríðu, og
hún ætlaði að svara einhverju, en Þormóður
frá Ytra-Gili varð fyrri til svars. Hann var
jafnan vanur að halda hlífiskildi yfir henni,
enda fjekk hann margt ertnisorð í staðinn.
»Hvað hefir þú oft svikist um þessa viku,
og hvað mörg vandarhögg hýddi stjúpi þinn
þig fyrir lýgina og svikin?«
»Vaiðar þig nokkuð uin það, kjaflaskúmur-
inn þinn, sem aldrei gerir ærlegt bandarvik,
en liggur í bókum og iepur rjómann ofan af
trogunum hjá móður þnni.«
Pormóður endurgalt storkunaryrðin með svo
vel úti látnum löðrung, að Emar hröklaðist
langt fram á gólf. Og nú byrjuðu áflogin.
Einar barði á báðar hendur, en hann skorti
afl á við Dodda. Báðir voru reiðir, einkumjEinar.
»Presturinn kemur! Presturinn kemur!« köll-
uðu börnin hver í kapp við annað, — strák-
arnir þorðu ekki annað en hætta.
Sjera Halldór leit hvast á börnin. Hann sá
að eitthvað hafði komið fyrir.
»Pið hafið þó ekki verið að fljúgast á í
kirkjunni?« spurði hann og leit á Dodda og
Einar, sem báðir voru móðir eftir áflogin.
»Jú,« sagði Pormóður og Ieit djarflega framan
í prest.
»Og út af hverju?*
Börnin þögðu, ekkert þeirra vildi segja það.
»Segðu mjer það, Pormóður! Jeg veit þú
segir satt!«
»Pað var út af Fríðu. Eiuar hefir verið að
stríða henni.c
Sjera Halldór var ægilegur ásýndum.
Og nú varð Pormóður nauðugur viljugur
að hafa upp fyrir presti hvert orð, sem þau
höfðu sagt.
Sjera Halldór var óvanalega rauður í andliti.
Pað Ieyndi sjer ekki, að hann var reiður.
Hann leit á sökudólginn — og það með ó-
mjúku augnaráði. Og þegar hann tók til máls,
var rómurinn hás og titrandi. Hann beindi
orðum sínum til þeirra Boggu og Einars.
»Pið ættuð að skammast ykkar fyrir athæfið.
Pið komið hingað til þess að fræðast um kristin-
dóminn. Og ykkur er kendur hann í þeim tilgangi,
að þið breytir eftir honum. Verðið kærleiksríkari,
betri og umburðarlyndari við meðbræður ykkar.
Hvað sagði Kristur að væri æðsta boðorðið? Var
það ekki að elska guð af öllu hjarta — og
allri sálu sinni — og náungann eins og sjálf-
an sig ? Finst ykkur þið breyta samkvæmt
þessu? Pið stríðið Fríðu, af því hún er minni
máttar — og þið hæðist að gáfum hennar, iðni
og dugnaði, en hvernig farið. þið sjálf með
tímann? Notið þið liann betur? Pið mættuð
þakka fyrir, ef þið væruð jafnvel að ykkur,
góð og viuveitt og hún, og ekki áreitir hún
ykkur að fyrra bragði. Gáfurnar eru gjöf frá
guði, en viljann og ástundunina eigið þið sjálf