Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 15
Nýjar kvöldvökur * Jamjar—Marz 1958 Ll. ór, 1. hefti II ngfleiðin^ar Tryggvasonar IV. Trú og skoðanir Framh. Ýmsir vitrir og víðsýnir samtíðarmenn okkar láta lítið yfir þekkingu mannanna, telja manninn vita lítið um stefnu, uppruna og eðlislögmál þessarar tilveru, sem við erum vaxin upp úr, erum neisti af, að allt sé enn óráðin gáta frá sandkorninu á sjáv- arströndinni til stjarnanna á himninum. Aðrir gáfaðir menn og menntaðir tala um umsvif og mikilleik þekkingarinnar. Mað- urinn viti ótrúlega mikið um þessa veröld og meðal annars um það, er skilningarvitin geta ekki gefið beina vitneskju um, svo sem víddir himingeimsins, ástand og breytileik efnisins á fjarlægum hnöttum, um eðli og hátterni efnisins sjálfs að vissu marki. Hann viti mikið um þróun jarðar og um- breytingar lifandi og dauðra mynda nátt- úrunnar. En þrátt fyrir alla þessa þekkingu á umhverfi mannsins kemur flestum sam- an um, bæði lærðum og leikum, að mað- urinn viti svo að segja ekkert um sjálfan sig, sem augljóslega skiptir þó mestu máli, það er hvort líf og vitund hans sé aðeins skyndiblik í ævarandi tíma eða hvort hann sé eilífðarvera, þátttakandi í óendanlegri þróun tilverunnar. Hefur vitundin, sálin, eilíft gildi? ®g‘ frásagiiir Ólaf§ ð 11 ;i iu r:i 1» o r;»11111 þáttur Hugsun er máttur og þekking vald. Menn lesa mikið og læra mikið og vita líklega ósköpin öll um þetta og hitt. En því miður, þessi vitneskja, þessi þekking, sem allir þrá og allir heimta, er ekki vizka. Hún veitir ekki þann þroska, sem hlýtur að vera mark- mið alls mannlífs. I þeim skilningi er hún dauður bókstafur, vaxtalaus fjársjóður. En þegar menn eða þjóðir deila, verður þekk- ingin hvöss og voldug. í þessari marglofuðu vísindalegu þekkingu virðist meiri máttur til þess að brjóta niður en byggja upp. Hún virðist betur fallin til þess að særa en græða, kröftugri í því að eyðileggja en að varðveita, og hvar er þá nokkuð, sem vinnst? Það er alveg víst, að mannkynið skortir ekki þekkingu. Það er augljóst mál, að menn vita nógu mikið. Þeir ættu að geta höndlað hamingjuna þess vegna. Það, sem þá vanhagar um, er góðvild. Þeir elska ekki nógu mikið. Þá skortir andlegan kraft til þess að elska, lifa og þroskast. En hvernig getum við öðlazt þenna andlega kraft? Það er spurningin, það er gátan, það eru hinar óráðnu rúnir framtímans, sem verða að ráðast og okkur er vafalaust ætlað að ráða. Ef við ætlum okkur að ráða þessar rúnir, brjóta þetta mál til mergjar, verðum við að

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.