Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 16
2 HUGLEIÐINGAR ÓLAFS Á HAMRABORGUM N, Kv. Imgsa og tala af fullri einlægni, dirfsku og alvöru. Hér duga engar vangaveltur, ekkert tæpitungumál. Það eru til ýmsar aðferðir, fornar og nýjar, í sjálfsrannsókn, sjálfstamningu og sjálfsrækt. Eina þessa aðferð hef ég sér- staldega reynt, og ég þekki nokkuð marga menn, gáfað fólk og göfugt í hópi sálar- rannsóknamanna og guðspekinga, sem hafa reynt þessa aðferð með góðum árangri. Það er komið kveld. Þú hefur lokið dagsverki þínu, ef til vill ertu þreyttur, ef til vill ekki. Það skiptir máli, en þó eklci miklu máli. Þú finnur þér einhvern hvíld- arstað, einhvern griðastað á heimili þínu. Hann hlýtur að vera til. Þú hverfur þangað þögull og hljóður eins og sólgeislinn bak við fjallið. Þú ert hvorki að sýnast eða látast, þess vegna viltu gjarnan vera einn. Þig dreymir um eina alveldissál, þig órar fyrir, þér finnst djarfa fyrir þeirri lífernis- list, sem í því er falin, „að þræða sinn ein- stig á alfarabraut, að eilífu er listanna göfuga þraut, að aka seglum á eigin sjó einn meðal þúsunda fylgdar.“ Þú sezt í djúpan stól eða leggur þig á legubekk með fætur og arma rétta í sömu línu. Þú slakar á taugum og vöðvum og leggur augun aft- ur. Hvað áttu í pokahorninu? Hvaða gestur hefur tekið sér sæti í vitund þinni? Ef til vill falleg mynd, fögur sýn. Ef til vill ein- ver geisli, sem vinur þinn, hann eða hún, hefur gefið þér og er svo undurgott að vermast við. Og þá er auðvelt að hefja þessa þagnarstund. En það getur líka verið gestur af allt öðru bergi brotinn, sviði í vitundinni eða sár hugsun, vegna þess að þér finnst náungi þinn, samferðamaðurinn, hafa sýnt þér ósanngirni eða rangsleitni, Þú varst tortryggður, við þér var stjakað, réttur þinn var borinnn fyrir borð. En það gildir einu, hvernig þetta atvikaðist. Sann- leikurinn er sá, að þér líður ekki vel. Þú ert særður, þú ert þjáður. Og þú ert þjáður vegna þess, að hugsunin, minriingin, líðan- in er ekki í samræmi við það bezta í sjálf- um þér, ekki í samræmi við það, sem þú átt bezt til. Þú ert óánægður, af því þú finnur ekki hið ljúfa andartak, sem þú leitar að, þráir og vilt umfram allt, að sé varanlegt. Nú hugsar þú eitt andartak um hugarástand þitt og orsakirnar til þess, þeg- ar þú ert setztur eða lagztur fyrir, svo vísar þú þessum gesti rólega og ákveðið á bug, en grípur aðra hugsun föstum tökum, minninguna um það, þegar sá eða þeir, sem ollu þér þessum augnabliks sársauka, íéttu þér eitt sinn höndina eða brostu til þín eitt sinn, einmitt þegar þú þurftir á því að halda. En sé það atvik elcki fyrir hendi, áttu samt sem áður aðra bjarta geisla, sein koma, þegar þú kallar á þá. Þá grípur þú einn þeirra eitt andartak, lætur hann fylla hugskot þitt, hann lýsir það upp leiftur- hratt. Því næst sleppir þú hugsuninni, tæm- ir hugann algjörlega, gleymir atvikunum, gleymir umhverfinu, öllu. Ollum þessum , hlutveruleika, sem túlkar sín eigin sjónar- mið af því miskunnarleysi, að við mann- anna börn gleymum þessu, sem okkur var eitt sinn sagt, að eitt væri nauðsynlegt, að elska, trúa og biðja. Og allt er horfið, allt er gleymt, allur hlutveruleiki. Hugurinn er blækyrr, ekki gára á vitundinni. Hún upplýsir sjálfa sig, því að síðasta minning- in var svo björt. Þögnin er hrein, djúp, hún er algjör. Þannig dvelur þú nokkur augna- blik í musteri þagnarinnar. Það er bjart, og það er máttugt þetta musteri. Þögnin er máttug, hún er gjafi, Ijósgjafi, þroska- gjafi. Svo lyftir þú sál þinni, anda þínum eins hátt og þú getur upp í himinblámann, gegnum himinhlámann, og nú finnst þér þú vera barn, og þú ert ekkert annað en barn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.