Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 17
N. Kv.
HUGLEIÐINGAR ÓLAFS Á HAMRABORGUM
3
Þú reynir að nálgast og þú reynir að skynja
þennan stóra geisla, volduga göfga geisla,
sem er á bak við allt. Þú hlýtur að trúa því,
þú verður að trúa því, að þessi geisli sé til,
að guð er til, að eilífðin er staðreynd. Nú
biður þú þennan guð ljóss og lífs að blessa
allt líf og allt starf, að líkna öllu, sem lifir
og brærist. Þú biður þess, að vilji bans
megi verða svo á jörðu sem á himni, og þú
biður hann sérstaklega að blessa og líkna
náunga þínum, þessum, sem olli þér sárs-
auka í gær eða í morgun. Þú vefur hann
eða þá í albeztu hugsanir og björtustu
geisla, sem andi þinn og hugsun nær tökum
á, og allt mun verða auðveldara en áður,
og kraftaverk munu bráðum gjörast.
Þetta kalla skynsamir menn sjálfsrækt,
þetta kalla þeir að þjálfa sig í góðvild,
þetta kalla þeir að leita guðsríkis innra
með sjálfum sér. Þessi fornu ummæli:
guðsríki er innra með yður, leitið fyrst
guðsríkis og hans réttlætis, biðjið fyrir
þeim, sem ofsækja yður og rógbera, er
ekki einungis fegursti og djarfasti boðskap-
ur, heldur einnig dýpsta sannreynd mann-
legs lífs. Ef við trúum ekki á ódauðleika
sálarinnar, eilíft líf,ríki guðs á jörðu og
himni, — þá höfum við dæmt okkur úr
leik, við höfum dæmt okkur út af bjartasta
leikvangi mannlegrar tilveru, og þá erum
við orðin byrði á örmum annarra, sem leit-
ast við að lyfta okkur upp á veginn, bera
okkur á bænarörmum til blómanna í birtu
og yl.
Allir muna orð Krists um gleðina á
himnum, þegar einn blindur fær sýn og
bætir ráð sitt. Auðvitað erum við öll illa
sjáandi, en mismunandi þó. Þegar við í
einverunni leitum guðs, biðjum fyrir þeim
og blessum þá, sem valda okkur óþægind-
um og sársauka, erum við að gefa örlög-
íim okkar og annarra skarpari sjón, hærri
og heiðari sýn. Það er karlmennska að leita
liáfjal'anna í heimi andans, en ekki kveif-
arskapur, samanber orð skáldsins: „Að
þræða sinn einstig á alfarabraut, að eilífu
er listanna göfuga þraut.“ Þrautin er göf-
ug, þegar hún er fólgin í viðleitni til þess
að stækka sjálfan sig og aðra. Vel má vera,
sð þú finnir ekkert sérstakt eða óvenjulegt
fyrsta kvöldið eða fyrstu kvöldin, en ef þú
beldur rólegur eða sannfærður áfram og
íylgir reglunni nákvæmlega, muntu áður
en varir verða snortinn af nýjum andblæ,
geislaregni æðra lífs, sem þú hefur aldrei
fundið áður. Þessi geisladögg hverfur að
vísu út í fjarskann með nýjum degi, þegar
önn dagsins kallar á þig, eins og nætur-
döggin, sem gufar upp af blómknöppun-
um í sólskini morgunsins, en gaf þeim þó
áður endurnæringu, þroskaskilyrði um
svala nótt. Þú finnur ólíkamlegan, órök-
rænan lífblæ, fyrir utan og ofan þennan
líkamlega, jarðneska skynheim. Eitthvert,
x, sem þú finnur, að er meira og stærra en
þú sjálfur, orkuöldur, sem hrærast, rísa og
hníga, einmitt þetta, sem þú hefur verið að
leita að alla ævina, þetta, sem þú þráir að
finna, þarfnast að finna og elska. Þú hefur
öðlazt andlega reynslu, sem þú getur þó
ckki rökstutt að neinu ráði, því við vitum
svo miklu minna um eðli þessa afls, en
Iivernig það verkar og hvaða árangur það
hefur, eins og David Dietz orðaði það í
sambandi við hinn dulda hátt efnisins •—
aðdráttarafl efniseindanna, og ég vék að í
fyrra þætti greinarinnar.
Aðalatriðið er, að þetta er staðreynd.
Þegar góðvild þín til samferðamannanna
rís hæst, lífsvitund þín stígur svo hátt, að
hún verður að guðsvitund, sem vel getur
átt sér stað við beztu skilyrði, er öldutíðni
efniseindanna í andrúmsloftinu í herberg-
inu þínu, í umhverfinu, sem lykur um veru