Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Síða 18
4 HUGLEIÐINGAR ÓLAFS Á HAMRABORGUM N. Kv. þína, sál og vitund miklu hærri en öldu- tíðni efniseindanna, sem vísindamenn hafa greint og numið með fullkomnustu vísinda- tækjum sínum. Eftir því sem góðvild þín til mannanna er meiri og elska þín til guðs máttugri, stígur andi þinn hærra til móts við hærri lífsstöðvar og samhreimið, ástúð þín og geislablik þessara háu lífsstöðva skærara og máttugra, með öðrum orðum: fullkomnasta kærleikshugsun hefur hærri öldutíðni en nokkur önnur jarðnesk orka, og þó er miklu hærri öldutíðni og orku- magn í þeim öldugeislum, sem æðri verur frá hærri lífsstöðvum senda til jarðar vorr- ar. Það er vitað fyrir löngu, að orkumagn hinnar andlegu sólar er máttugra öllum jarðneskum hlutveruleika og að mannanna börn hafa aftur og aftur komizt í snertingu við þessar orkuöldur. Þegar samstilling mannanna nær vissu marki í ástúð þeirra og umhverfið er þess umkomið að veita þessum geislablikum viðtöku, verða þau að jarðneskum staðreyndum; í ljósbliki þessa veruleika uppgötvaði og grundvallaði dr. Helgi Pétursson hina stórmerku kenningu sína um lífsstefnu og helstefnu mannkyns- ins og skilgreindi hana og rökstuddi í þessu sama öldubliki, að því leyti, sem það var hægt í því umhverfi, er hann bjó við. Þær lækningar, sem nokkrir menn stunda mitt á meðal okkar og ýmsir kalla kraftalækning- ar eða sálrænar lækningar, en aðrir góðlát- ir menn allt öðrum nöfnum, eru í mjög eðlilegum og raunverulegum skilningi geislalækningar og takast því betur, sem umhverfið er ríkara af góðvild. Það virð- ist ekki koma að sök, þótt við vitum lítið eða ekkert um þessi æðri öfl, fyrst það bætir líðan okkar að komast í snertingu við þau, gerir okkur opnari og næmari fyrir því, sem fagurt er og heilbrigt, hjálpar okk- ur til að skilja samferðamanninn, strá blessun og ljósi á leið hans, en það leitast menn við að gjöra, sem taka þessi mál full- komlega alvarlega. Menn vilja vita, heimta að vita þetta og hitt, en þekking nútímans er ekki vizka. Við þurfum að gera okkur glögga grein fyrir því, að það er eitt að vita og annað að elska. Sögnin að vita hef- ur að vísu mikla merkingu, en sögnin að elska merkingu miklu dýpri. Þekkingiu hefur ekki aukið ástúðina í heiminum, en hitt er alveg víst, að ástúðin eykur þekking- una á vissum sviðum. Hún eykur skilning- ínn, skilningur samúðarinnar er dýpsti skilningur, mannkynið skortir elsku, en ekki vit, ástúð en ekki þekkingu. Því meira, sem við vitum, því minna, sem við elskum, því verr erum við stödd. Því meir sem vits- munirnir bera ástúðina ofurliði, því meir sem þekkingin vex yfir höfuð kærleikan- um, því veikari er grundvöllur mannlegs lífs. „Sjálft hugvitið, þekkingin, hjaðnar sem blekking, sé hjartað ei með, sem undir slær.“ Menn rökræða um þrjá eðlisþætti sálar- lífsins, vit, tilfinningu og vilja. Indversku heimspekingarnir hafa verið raunsærri á gildi þessara eðlisþátta á vegum andlegs þroska en Vesturlandamenn, því er skil- greining þeirra með nokkuð öðrum hætti. Þeir tala um þekkingu, en ekki vit, kær- leika, en ekki tilfinningar, athafnir, en ekki vilja. Þeir lifa í heimi andans og leita hamingjunnar eftir andlegum leiðum,en það er augljóst mál hverjum skynsömum manni, að vegur góðvildarinnar, ástúðarinnar, er stytzta leiðin, um leið og hún er brattasta leiðin, og liggur mannssálinni næst. Það liggur í hultarins eðli, að rnaður, sem hefur þroskaða kærleikslund og ástúðlegt hjarta- lag er engum hættulegur, Hann sækist ekki

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.