Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 19
N. Kv. HUGLEIÐINGAR ÓLAFS Á HAMRABORGUM 5 eftir hlut annarra, honum má alltaf treysta til góðra verka. Hann slær engan niður á leikvelli lífsbaráttunnar. Góðvildin varðar veg vitsmunanna til vizku og veg viljans til góðra verka. Hins vegar getur samúðarlaus maður með mikla þekkingu og sterkan vilja verið hættulegur maður á tímum hinna ægilegu efnisvísinda. Þannig er það einnig með guðlaus vísindi, með þau í höndum getur kærleikssnautt mannkyn auðveldlega fyrirfarið sjálfu sér. Það ætti að vera öll- um ljóst, að ekkert er þýðingarmeira á vor- um dögum en það, að menn almennt þjálfi sig í góðvild. Það er alltaf verið að kalla til okkar of- an af fjallinu: Takið sinnaskiptum, því að guðsríki er í nánd, en við heyrum ekki þessa þýðu, djúpu rödd fyrir vélaskröltinu, aðeins óminn af henni. Einlægur og sann- ur trúmaður er enginn skýjaglópur, heldur mjög jarðneskur maður. Hann er trúr og heiðarlegur í öllu starfi sínu, smáu sem stóru, hann skilur og veit, að hver hugsun, sem hann hugsar, er verðmæt, sé hún sprottin upp úr jarðvegi góðvildar og mannástar. Hann skilur, að hvert fótmál, sem hann stígur, hvert handtak, sem hann grípur, er liðveizla við ljósið eða myrkrið, lífið eða dauðann, að skólahverfi okkar mannanna er jörðin og skólavistin er stutt. Sannleikurinn er sá, að misvitrir menn hafa mótað hin kristnu trúarbrögð eftir geðþótta sínum, en hinn göfgi kristindómur hefur ekki megnað að móta hugarfar kynslóð- anna. Allir þeir, sem skilja þetta, ættu að taka höndum saman, opna sál sína fyrir hinum bjarta sólgeisla kristindómsins, veita honum viðtöku á einfaldasta hátt án um- búða. Við eigum að ganga hreint að verki og taka kristindóminn í þjónustu lífsins, þessa jarðlífs. Það er staðreynd, að fjöldi manna veit, að trú á guð og annað líf er uppruni og kjarni þeirra andlegu viðhorfa, sem hlotið hafa nafnið trúarbrögð, og eins hitt, að trúarbrögð eru einskis virði, nema menn lifi andlegu lífi, það er í samræmi við þessa hæstu hugsjón mannsins. Ef við getum sýnt það í hugsun okkar og hegðun, að trúin geri okkur raunsærri og starfhæf- ari og heilbrigðari menn, erum við að færa trúarbrögðin til vísindalegrar áttar. Þessi starfsemi hefur að vísu lengi átt sér stað meðal einstaklinga, en hún þarf umfram allt að aukast og margfaldast, verða hlut- tak fjöldans. í hjarta mannsins eru fólgnar lindir og í vitund hans djúpir brunnar. Ef maðurinn steypir sér niður í sitt eigið hugdýpi, kem- ur hann alltaf upp með nýjar perlur. Mannssálin er djúpur og bjartur leyndar- dómur, hvað þá ljóshafið, sem altekur hina hærri heima og hún er neisti af. Listin að lifa er framar öllu að lcanna sjálfan sig, og sumir telja hana æðsta allra lista, og er þá mikið sagt. Lífið er erfitt og vegurinn brattur. Við vitum mikið, en kunnum fátt. Heimspekin er ekki okkar grein, raunvís- indin þaðan af síður. Heimspekingunum kemur aldrei saman, og vísindamennirnir eru börn eins og við frammi fyrir kjarna mannlegrar tilveru. Þeir geta eklci sagt,ekki kennt okkur, hvernig við eigum að lifa, trúin stendur okkur næst. Hún er sú svip- mynd — sá ljósgjafi, sá lífgjafi, sem mest er í ætt við sjálfan upprunaleikann. Hún er kastljós vitundarinnar frarn á veginn. Þar sem hlutlæg vissa þrýtur, getur andleg reynsla, trúarreynsla, veitt nýja fræðslu, fræðslu um mátt góðvildarinnar, gildi ást- úðarinnar. Að leita guðsríkis innra með sjálfum sér er djarfasta glíma mannsins við gátu tilverunnar, dulrúnir lífsins. Trúar- reynsla er öruggasti reynslugrundvöllur einstaklingslífsins. Þegar mannleg hugsun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.