Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Side 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Side 20
6 HUGLEIÐINGÁR ÓLAFS Á HAMRÁBORGUM N. Kv. stígur hátt, hættir henni við að svima, en þegar mannleg ástúð stígur hátt, nær ör- yggistilfinningin hámarki sínu. Eins og skilningur samúðarinnar er dýpsti skilning- ur, þannig er öryggi ástarinnar óhaggan- legasta öryggi. Samstilling til góðvildar er eitt allra dýrmætasta hnoss mannlegs lífs. Þá ná menn lengst og hæst, þegar ástúð tveggja einstaklinga eða fleíri til guðs og manna, en umfram allt á sannleikanum, rennur saman í eitt öldublik. Hugboðið um leyndan lífsmátt bak við sjónar- og heyrnarheiminn — hlutveruleikann — hef- ur leitt til svo lifandi og sannrar andlegrar reynslu, að við höfum fullan rétt til þess að tala þar með vissu um staðreyndir. Við vit- um að vísu undurlítið um þennan orku- gjafa, þennan ljósgjafa og lífgjafa, sem býr á bak við allt, vitund mannsins og hlut- veruleikann, en við vitum, að það er eitt- hvert stórt X á bak við allt, sem lifir, ein- hver stór lífssál, einhver regingjafi, ein- hver regindómur. En við vitum eitt, við vitum, hvaða lögmál gildir um samstarf okkar og hans. Þetta er reynsluvissa, bæði forn og ný. Frumspeki fornra þjóða og andleg vísindi nútímans. Við stöndum á krossgötum, þar sem sléttan og fjöllin mætast. Okkur órar fyrir aldahvörfum eða tortímingu. Það er rök- nauðsyn og lífsnauðsyn, að allir taki hönd- um saman, efnishyggj umenn og hughyggju- menn á sviði vísindanna, sem treysta á vís- indalega hæfni sína, rökhyggju og ályktun- argáfu, og allir hinir, sem treys.ta á brjóst- vit sitt og andlega reynslu, sameini þann bjarta öldufald samvizkunnar, er verið hef- ur hnoða lærdómsmannsins en kastljós leik- mannsins í leitinni miklu að sannleikan- um, hinu andlega hnossi lífsins. Vísindá- legri hugsun hefur ekki tekizt að altaka vilja kynslóðanna og tilfinningalíf, móta viðhorf þeirra til góðvildar og hamingju. Það þarf eitthvað stórt að gjörast, eitthvað undursamlegt til þess að lækna þá barna- sjúkdóma, sem eiga sér stað í sambúð okk- ar hversdagsmannanna og líka til þess eigi síður, að lægja þann óvitahátt, sem nú er uppi hafður á vegum vísindanna á öld kjarnorkunnar. Góðvildin ein er þess um- komin að greiða úr flækjunum, lækna tor- tryggnina. Hún er nú á vorum dögum afl þeirra hluta, sem gjöra skal, en ekki fjár- munirnir, ekki vopnin. Hún byggir allt upp, en rífur ekkert niður. Hún vekur, en svæfir ekki. Hún sameinar, en sundrar ekki. Hún lýsir, en blindar ekki. Hún græðir, en særir ekki. Hún leysir, en fjötrar ekki. Hún skýrir, en myrkvar ekki. Hún er samstillingin sjálf á vegum vitsmunanna, eilíf stjarna á himninum, í heimi bræðra- lagsins. Hún er sanrdeikurinn sjálfur, óvé- fengjanlegur, óafmáanlegur. Hún gefur allt, en heimtar ekki neitt. Hún er X-geisl- inn mikli á vegum mannlegs þroska. '—0—■ LEIÐRÉTTING. I 3. hefti síðasta árgangs hefur slæðzt meinleg villa inn í grein Olafs á Hamraborgum. Málsgrein, sem liefst í 11. línu að neðan í fremra dálki á hls. 94, á að vera svohljóðandi: Því skyldi það ekki geta átt sér stað, að efnið hverfi að síðustu undan smásjám vísindamann- anna, verði að óefniskenndum ljósöldum, lífsvaka, lífs- orku. Þetta eru lesendur beðnir að.athuga. -— Ritstj. ___*____

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.