Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 21
N. Kv. Alaskaför Jóns Ólafsionar 1874 7 Eftir prófessor Magnús Jónsson. Þegar vesturheimsferðir íslendinga hóf- ust á öldinni, sem leið, var það fastur á- setningur þeirra að stofna vestra hreina ís- lenzka nýlendu, þar sem Islendingar gætu haldið áfram að vera íslendingar, haldið tungu sinni, menningu og sem mestu af dag- legum háttum. Þetta var til dæmis eindreg- in ætlun þeirra Einars í Nesi, Jakobs Hálf- danarsonar og annarra, er stóðu fyrir Brasi- líuferðunum eftir 1860. Þegar vesturferðir hefjast svo til Norður- Ameríku eftir 1870, var þessi hugsun efst á baugi, enda var hér um að ræða lönd, sem ekki voru jafngerólík íslandi, ef vel \ar leitað og reynt að finna landsvæði, er Hktust Islandi. Höfðu íslendingar á ýmsan hátt óhag af þessari Ný-Islandsstefnu, því að fyrir bragðið gengu þeir fram hjá ágæt- ustu akuryrkjulöndum, en fóru að glíma við erfið landsvæði, svo sem á Elgsheiðum í Nova Scotia, í Ontario og loks Nýja Is- landi, eingöngu af því að þeim fannst þar líkast því, sem heima var, heyskapur nokk- ur og kúabeit. Þegar síðari útflutningslot- sn kom, eftir 1880, voru íslendingar farnir að kynnast háttum vestra, og þá er farið að taka lönd á akuryrkjusvæðunum í Rauðár- dalnum og víðar, eða setjast að í Winni- peg og öðrum bæjum og gerast kaupsýslu- nienn o. fl., enda var þá komin upp sú stefna, að gerast borgarar hins nýja lands og semja sig að háttum annarra, er þar kjuggu, samldiða því að hafa með sér fé- lagsskap til þess að varðveita íslenzka arf- inn. Alaskaför Jóns Ólafssonar, skálds og rit- utjóra, var farin í þeim tilgangi að finna land, þar sem íslendingar gætu byggt einir og komið sér upp nýju íslandi. Þótti þessi för svo ævintýraleg, að Jón var stundum kallaður Alaskafari. Er ef til vill ómaksins vert að rifja þessa sögu upp í stuttu máli. Jón Ölafsson var afar bráðþroska og átti næsta ævintýraleg ungdómsár. Hann var fæddur 1850, hálfbróðir Páls Ólafssonar skálds, en 23 árum yngri. Hann fór í skóla, en hætti námi og gerðist ritstjóri 17 ára að aldri. Lauk þeirri ritstjórn með því, að Jón birti íslendingabrag sinn í blaðinu á tvít- ugsafmæli sínu eða daginn fyrir 19. marz 1870, og varð af þvílíkur herbrestur, að réttara þótti að skjóta honum undan til Noregs. Skömmu síðar kom þó Jón heim aftur og fór að gefa út annað blað, er hét Göngu-Hrólfur. En því lauk einnig með skelfingu, því að þegar Hilmar Finsen tók við landshöfðingjaembættinu í apríl 1873, ritaði Jón mergjaðar greinar móti þessari ráðstöfun dönsku stjórnarinnar, og 26. apríl ritaði hann svo svæsna grein, að lands- höfðingi sá sér ekki annað fært en að höfða mál gegn honum. Fór hann þá í útlegð í annað sinn, 23 ára að aldri, og liélt til Ame- ríku. Og í þessari ferð komst hann í rann- sóknarleiðangurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.