Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 22
8 ÁLASKAFÖR jóns ólafssonar Sagt var, að Hilmar Fin’sen hafi haft á- hyggjur út af því, að hafa hrakið þenna ungling til Ameríku og verið uggandi um hans hag þar vestra. En Jón var ekki í nein- um beyglum. Hann var víst aldrei mjög feiminn eða hlédrægur, og hann átti þetta þarflega þing, sem hann yrkir sjálfur um, en „það var góður kjaftur“. Vestra komst Jón í kynni við ýmsa góða menn þarlenda, en um fram allt við mann einn ágætan, sem unni mjög íslandi og íslenzkum fræðum, lögfræðing mikilsmet- inn í New York, Marston Niles að nafni. Lyfti það og undir Jón og áhugamál hans, að um þessar mundir fór að vakna tölu- verður áhugi manna vestra fyrir íslandi út af væntanlegri þúsund ára minningu fyrsta landnáms á íslandi. Vöktu menn eins og Niles, Willard Fiske o. fl. athygli á þessu, og var töluvert ritað um ísland í stórblöð vestra og safnað stórgjöfum til bókasend- ingar í tilefni afmælisins. Framtíð Islendinga mun hafa borið oft á góma í viðræðum Jóns við Niles og fleiri, harðindin á íslandi, ófrelsi og annað, sem hvatti þá til vesturferða. Hefur Jón án efa skýrt Niles frá áformi Islendinga að mynda sérstaka nýlendu, og Niles benti Jóni á Al- aska, sem Ulysses Grant forseti hafði nokkru áður keypt af Rússum fyrir 7.200.- 000 dali. Varð forsetinn fyrir miklum árásum stjórnarandstæðinga fyrir þetta, því að þeir töldu landið einskis virði. Þótti for- setanum því vænt um, ef einhverjir vildu nýta og nytja landið, og fannst ekki ólík- legt, að íslendingar væru þar réttir menn á réttum stað. Hafði landið verið töluvert kannað og um það ritað, og fór Jón Ólafs- son nú að kynna sér þetta. Er þar skemmst af að segja, að hann sannfærðist um, að hér N. Kv. væri framtíðarheimkynni íslendinga fund- ið. Jón hélt nú vestur til Millwaukee í Wis- consin, en þar voru margir Islendingar sam- an komnir, og hélt hann fund með þeim þar. Séra Jón Bjarnason var þar vestra og hvatti lil að athuga þetta land. Séra Páll Þorláks- son, sem var einhver röskasti forystumaður íslendinga á fyrstu árum þeirra vestra og meðan hann lifði, var á annarri skoðun. Hann vildi láta íslendinga taka sér lönd þar í nánd, einkum í byggðum Norðmanna og samlagast þeim sem mest. En nýlenduhug- sjónin varð sterkari, og Jón Ólafsson var röskur formælandi hennar. Varð það úr, að honum var falið að koma þessu á framfæri við stjórnina í Washington. Er skennnst af því að segja, að Jón fékk umboð ríkisstjórn- arinnar til þess að fara til Alaska og skoða þar landkosti, ásamt nokkrum mönnum öðr- um, og urðu þeir þrír saman um þessa lang- ferð, Ólafur Ólafsson frá Espihóli, Páll Björnsson og Jón. Var Jón foringi fararinn- ar, þótt ungur væri. Fengu þeir styrk til ferðarinnar, og auk þess var herskip eitt, er iá í San Francisco, látið fara með þá norð- ur. Voru þeir í þessu skyni skráðir hermenn eða sjóliðar. Þeir félagar lögðu af stað í þessa för 30. ág. frá Millwaukee og héldu sem leið ligg- ur til San Francisco. Má það heita undar- legt, svo að ekki sé meira sagt, að þeir skyldu leggja upp í slíkt langferðalag til svo norðlægs lands á úthallandi sumri. Hafa þeir ef til vill ekki gert sér nóga grein fyrir því, hve langan tíma ferðin tæki. Hlaut þetta að gera starf þeirra og rannsóknir all- ar margfalt erfiðari. — Ferðin til San Fran- cisco tók tíu daga, en 15. sept. komst skipið af stað í norðurförina. Það var seglskip og hreppti logn og andviðri, svo að það var 24 daga á leiðinni norður. Hélt Jón Ólafsson

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.