Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 22
8 ÁLASKAFÖR jóns ólafssonar Sagt var, að Hilmar Fin’sen hafi haft á- hyggjur út af því, að hafa hrakið þenna ungling til Ameríku og verið uggandi um hans hag þar vestra. En Jón var ekki í nein- um beyglum. Hann var víst aldrei mjög feiminn eða hlédrægur, og hann átti þetta þarflega þing, sem hann yrkir sjálfur um, en „það var góður kjaftur“. Vestra komst Jón í kynni við ýmsa góða menn þarlenda, en um fram allt við mann einn ágætan, sem unni mjög íslandi og íslenzkum fræðum, lögfræðing mikilsmet- inn í New York, Marston Niles að nafni. Lyfti það og undir Jón og áhugamál hans, að um þessar mundir fór að vakna tölu- verður áhugi manna vestra fyrir íslandi út af væntanlegri þúsund ára minningu fyrsta landnáms á íslandi. Vöktu menn eins og Niles, Willard Fiske o. fl. athygli á þessu, og var töluvert ritað um ísland í stórblöð vestra og safnað stórgjöfum til bókasend- ingar í tilefni afmælisins. Framtíð Islendinga mun hafa borið oft á góma í viðræðum Jóns við Niles og fleiri, harðindin á íslandi, ófrelsi og annað, sem hvatti þá til vesturferða. Hefur Jón án efa skýrt Niles frá áformi Islendinga að mynda sérstaka nýlendu, og Niles benti Jóni á Al- aska, sem Ulysses Grant forseti hafði nokkru áður keypt af Rússum fyrir 7.200.- 000 dali. Varð forsetinn fyrir miklum árásum stjórnarandstæðinga fyrir þetta, því að þeir töldu landið einskis virði. Þótti for- setanum því vænt um, ef einhverjir vildu nýta og nytja landið, og fannst ekki ólík- legt, að íslendingar væru þar réttir menn á réttum stað. Hafði landið verið töluvert kannað og um það ritað, og fór Jón Ólafs- son nú að kynna sér þetta. Er þar skemmst af að segja, að hann sannfærðist um, að hér N. Kv. væri framtíðarheimkynni íslendinga fund- ið. Jón hélt nú vestur til Millwaukee í Wis- consin, en þar voru margir Islendingar sam- an komnir, og hélt hann fund með þeim þar. Séra Jón Bjarnason var þar vestra og hvatti lil að athuga þetta land. Séra Páll Þorláks- son, sem var einhver röskasti forystumaður íslendinga á fyrstu árum þeirra vestra og meðan hann lifði, var á annarri skoðun. Hann vildi láta íslendinga taka sér lönd þar í nánd, einkum í byggðum Norðmanna og samlagast þeim sem mest. En nýlenduhug- sjónin varð sterkari, og Jón Ólafsson var röskur formælandi hennar. Varð það úr, að honum var falið að koma þessu á framfæri við stjórnina í Washington. Er skennnst af því að segja, að Jón fékk umboð ríkisstjórn- arinnar til þess að fara til Alaska og skoða þar landkosti, ásamt nokkrum mönnum öðr- um, og urðu þeir þrír saman um þessa lang- ferð, Ólafur Ólafsson frá Espihóli, Páll Björnsson og Jón. Var Jón foringi fararinn- ar, þótt ungur væri. Fengu þeir styrk til ferðarinnar, og auk þess var herskip eitt, er iá í San Francisco, látið fara með þá norð- ur. Voru þeir í þessu skyni skráðir hermenn eða sjóliðar. Þeir félagar lögðu af stað í þessa för 30. ág. frá Millwaukee og héldu sem leið ligg- ur til San Francisco. Má það heita undar- legt, svo að ekki sé meira sagt, að þeir skyldu leggja upp í slíkt langferðalag til svo norðlægs lands á úthallandi sumri. Hafa þeir ef til vill ekki gert sér nóga grein fyrir því, hve langan tíma ferðin tæki. Hlaut þetta að gera starf þeirra og rannsóknir all- ar margfalt erfiðari. — Ferðin til San Fran- cisco tók tíu daga, en 15. sept. komst skipið af stað í norðurförina. Það var seglskip og hreppti logn og andviðri, svo að það var 24 daga á leiðinni norður. Hélt Jón Ólafsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.