Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Side 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Side 23
dagbók um undirbúning ferðarinnar allt frá því snenima í júlí. Nær hún með alllöngum eyðum fram í miðjan nóvember. Hann rit- aði einnig bók um þetta allt saman, er bann nefndi „Alaska“ og prentuð var í Washing- ,ton 1875. Bók Jóns Ólafssonar, Alaska, er í tveirn aðalþáttum. Fyrri þátturinn heitir Alaska og er um landið, tekið úr bókum. Er þar mikill fróðleikur um landið, sögu þess, í- búa, loftslag og gróður, málma, fiskveiðar og fleira, mest þurr fróðleikur. En þó er víða áróðursblær, og stíll Jóns brýzt í gegn við og við. Þar sem hann ritar um loftslag- ið, bendir hann t. d. á, hve geysimisjafnt það sé. „Nyrzti tangi í Alaska,“ segir hann, „liggur álíka norðarlega og Norðurhöfði (Nord Cap) í Noregi, en syðsti tanginn á Aleuta-eyjum liggur sunnar en Leipzig í Þýzkalandi. Má vera þetta hjálpi upp á skilninginn bjá þeim, sem ætla, að Alaska sé einn sífrosinn Niflheimur eða jökulkald- ir tröllheimar .... Já, Alaska og Alaska er ekki það sama. Alaska er verra en ísland, en Alaska er líka betra en Skotland — allt. Kemur undir, hvaða bérað af Alaska er um talað.“ Síðar segir hann: „Eg skal svo ekki eyða fleirum orðum að þessu, en aðeins láta í ljós þá von, að skynsamur lesandi láti ekki blekkjast af því hrekkvíslegu orða-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.