Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Síða 24
10
ALASKAFOR JONS OLAFSSONAR
N. kv.
gjálfri, sem ætlar að slá sandi í augu manna
með því að fela stórmikið höfuðland undir
einu nafni og lýsa því öllu með þeim eigin-
leikum, sem eiga aðeins við lítinn hluta
þess. Sé nokkur svo andlega starblindur, að
láta blekkjast af slíku, þá liggur mér við að
segja sá hinn sami sé eigi þess verður að
leggja hann á hné sér til að sýna honum
sannleikann."
Mest lætur Jón af fiskveiðunum, enda sá
hann þar eitthvert bezta bjargræði fyrir ís-
lendinga, einkum í fyrstu, líkt og fiskivon-
ir. í Winnipegvatni dró menn til Nýja ís-
lands. Einkum eru þorskveiðarnar alveg
takmarkalausar. Síld er einnig mikil og ár-
viss. „1. júní koma,“ segir hann, „hafþök
af henni, og má ausa henni á land eins og
maður vill í hálfan mánuð. Það er kímin
aðferð, sem innlendir menn hafa til að
veiða hana, og bendir það á, hver ógrynni
af henni eru. Þeir hafa aflangt skaft úr tré
og reka í gegnum það þrjá nagla oddhvassa.
Slá þeir skaftinu niður í sjóinn, og er fá-
gætt, ef eigi stendur síld á hverjum nagla.
Einn maður fyllir hæglega bát sinn á minna
en klukkustund með þessum útbúnaði!“