Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 25
N. Kv. ALASKAFÖR JÓNS ÓLAFSSONAR 11 Ekki er minna látið af laxveiðinni. Segir hann, að orð þrjóti til þess að lýsa henni. Þeir félagar sömdu í flýti greinargerð, sem Jón Ólafsson færði Grant forseta í eig- iii persónu. Hún var einnig þýdd á íslenzku og prentuð í þessum kafla bókarinnar. Þar er lítið um sjálfa ferðina, en um hana er til ágæt heimild, það sem hún nær, í dagbók Jóns Ólafssonar. Rögnvaldur Pétursson birti hana í grein í Tímariti Þjóðræknisfé- lagsins. Er frekar fátt á henni að græða, en hún sýnir þó vel, hve afar seint ferðin gekk með „herskipinu“, sem raunar var gamall dallur, hafður til æfinga, en var þó með nokkrar fallbyssur og um 200 manns. Land það, sem Jón hafði helzt hugsað sér til nýlendustofnunar fyrir Islendinga, var suðurströnd Alaska. Ut úr suðvesturhorni landsins gengur allmikill skagi, sem heitir Alaska-skagi. Austan hans er geysilega víð- ur flói, sem heitir Alaska-flói, og þó frekar haf en flói, og nær allt frá Alaskaskaga að ströndinni, þar sem hún beygir til suðurs. Næst Alaskaskaganum er fjörður allmikill og langur, sem heitir Cooks-fjörður, en ná- lægt mynni hans er eyja allstór, rúmlega 100 kílómetra löng og afar vogskorin, sem heitir Kodiak-eyja (Jón kallar hana Kadi- ak-eyju). A þessum slóðum vildi Jón láta Islendinga hefja hyggð, og þangað var nú herskipinu stefnt. Svo segir í skýrslunni: „Eftir 24 daga ferð, með stöðugu andviðri, sáum vér land 9. október. Var það Kadiak, og vorum vér um hádegisbil austur af St. Paul.“ Þar var helzti bær eyjarinnar, sem nú heitir eins og eyjan Kodiak og er nyrzt á eyjunni. „Þá er vér komum á þiljur upp laugardagsmorgun- inn hinn 10. októher, vorum vér komnir í mynni Cooksflóa .... Fjöllin að austan voru þakin snjó á tindum, og var það gam- all snjór. Sýndust oss þau mjög lík fjöllun- um á íslandi, einkum á norðurlandi og aust- urlandi .... Merki sáum vér til byggðar á austurströndinni, 3 timburhús. Þar voru skógar miklir á land að sjá. Þó sýndust oss stærri skógarnir á vesturströndinni. Þar mændi við himin hið mikla eldfjall Idiam- no, 12066 feta hátt, og var skýkápa á tind- irium efst, líkt sem einatt er á Heklu . . . .“ Gelck nú seigt og fast að beita inn fjörð- inn, því að alltaf var vindur á móti. Loks lögðust þeir við akkeri hjá Nikulásar-vígi. Mun sú virkisrúst hafa verið innst eða inn- arlega í firðinum, líklega ekki langt frá því, sem nii er Anchorage, mesti bær Al- aska. Veður var kalt, og næsta morgun féll snjór á þilfarið. Fóru þeir í land á skips- báti, sem var með lítilli gufuvél, og hittu þar skrælingja nokkra og Ameríkumann, er hét Wilson. Fengu þeir einn skrælingja til fylgdar. Rússa einn hittu þeir þar einnig, og hafa þessir menn verið að snuðra eftir gulli, því að þar féll á ein í fjarðarbotn, og hafði eitthvað af gullsandi fundizt í farvegi hennar. Wilson sagði þeim undan og ofan af um landið. Sagði hann, að um 40 mílur væru til fjalla, eða 60—70 kílómetrar, og mundi þeim ekki veita af hálfum mánuði til þess r að fara könnunarferð þangað. Ain var svo ^atnslítil um þessar mundir, að ekki var hægt að komast upp eftir henni á báti, en mýrar miklar yfir að fara og auk þess hættulegt vegna veiðiboga, sem alls staðar mætti húast við, og væru svo vel faldir, að vonlaust væri að forðast þá. Vísaði Wilson þeim á hús eitt, sem stjórnin átti þar, en ekkert var í því húsi, og fengu þeir ábreið- ur og bjarnarfeldi til þess að liggja á og breiða ofan á sig. Var vistin þar ærið köld, því að nú gerði frost, og héldust þeir ekki við í þessu húsi. Fluttust þeir þá í einhverja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.