Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 26
12 ALASKAFÖR JÓNS ÓLAFSSONAR N. Kv. Alaska-Eskimói• vistarveru í virkisrustuntim, því að þar var eldavélarskrifli, sem þeir gátu lcveikt eld í. Vistir höfðu þeir með sér frá skipinu. Fóru þeir svo brátt út í skipið til að fá sér mat og fleira. Reyndu þeir að kanna landið og gengu þar um. Voru þar mýrar, sem þeir töldu, að vel mætti skera fram og þurrka. Gras var sölnað, en ákaflega hátt, í mitti og undir hendur. Veðrið var afleitt, stundum hríðar- jagandi og stundum rigning eða slydda. Bátnum hvolfdi hjá þeim, og fór þá vélin úr bonum, svo að hann varð þeim að engu liði framar. Fóru þeir svo út í skip á mánudag, en höfðu komið á fimmtudegi. Þrátt fyrir allt leizt þeim vel á landið, en héldu, að hetra væri þó fyrir íslendinga að byrja ann- ars staðar, því að fiskur gekk ekki í Cooks- fjörð. Aftur á móti var laxveiði sögð mikil í ánni, og það svo, að ausa mátti upp með höndum, en nú var sú veiði búin á þessu sumri. Nú var haldið til Kodiakeyjar, því að þangað var Islendingurn ætlað að fara fyrst, og voru þeir nokkra daga á leiðinni, en þangað komu þeir laugardag 24. októ- Ler. Þar var tekið á móti þeirn af toll- heimtumanni stjórnarinnar, og þar var eitt- hvað af húsum. Fengu þeir tómt hús, sem hægt var að hita upp. Fóru þeir svo dálítið um eyjuna, en þó minna en til var stofnað vegna dýraboga. Auk þess var veðrið nú urðið svo erfitt, að þeir urðu hvað eftir ann- að að halda kyrru fyrir innan dyra. _Þarna voru þeir um viku tíma, og leizt þeim mjög vel á eyjuna handa frumbýlingum, því að þar virtist bæði gott til grasræktar og ýmiss konar garðávaxta, en auk þess mátti þar veiða fisk uppi í landsteinum. Þeir veiddu þar t. d. þorsk við litla bryggju, eins og þeir þurftu til matar. Þeir fengu einnig bát frá skipinu með sig til eyja, sem lágu þar úti fyrir, og leizt þeirn þar vel á landkosti. En nú var skipið að halda heimleiðis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.