Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Side 27
N. kv.
ALASKAFÖR JÓNS ÓLAFSSONAR
13
Hvalveiðar
undan
ströndum
Alaska.
Sömdu þeir því skýrslu sína í skyndþog fór
Jón með liana, en hinir urðu eftir.
Ályktunarorð þeirra eru þessi:
„Þá er vér berum saman það, er vér höf-
um lesið í ritum manna......um Alaska,
við það, er vér höfum sjálfir séð og á annan
liátt kynnt oss og komizt að raun um, þá
verðum vér að segja, að bók Dalls (land-
könnuðs) er í einu og öllu verulegu sönn
og rétt. Kadiak hefur í nálega öllu stóra yf-
irburði yfir Islandi; sér í lagi er loftslag
niildara á vetrum, en þó eigi heitara að
rieiiium mun á sumrum; sumarið er hér
lengra talsvert, og veturinn ólíku styttri.
Vér hikum því eigi við að ráða þeim
löndum vorum, er þegar eru í Ameríku, og
eins þeim, er á annað borð eru einráðnir í
að flytja af íslandi, til að koma hingað og
kljúfa til þess tvítugan hamarinn; því hér
er léttara að byrja búskap með litlum eða
engum efnum en nokkurs staðar ella, sem
vér þekkjum til. Og vér gefum þetta ráð eft-
ir nákvæma og samvizkusamlega íhugun á
öllum málavöxtum í þeirri fastri sannfær-
mg, að það verði þeim til góðs, er því
íylgja. Landið sýnist beinlínis skapað
handa íslendingum og svarar í því efni
íyllilega til allra vona vorra.
Það er sannfæring vor, að Kadiak sé bet-
ur lagað fyrir Islendinga en nokkurt annað
land, er vér þekkjum á jörðunni.“
Síðari hluti bókarinnar „Alaska“ heitir:
Um stofnun íslenzkrar nýlendu. Hann er
um margt merkilegur, og nýtur stíll Jóns
sín þar vel, ákafi hans og sanhfæringar-
kraftur. Hann sér t. d. í anda, að eftir 2—3
aldir verði íslendingar þarna orðnir 100
milljónir og myndi alíslenzkt ríki, er taki
yfir allt landið frá Alaska að Hudson-flóa.
Þegar Jón kom austur og hafði fært for-
setanum álitsgerðina, fór hann að vinna að
því, ásamt Niles, að koma þessu máli áleið-
it hjá stjórn og þingi. En þar voru ýmis
önnur mál fremri, og gekk hvorki né rak.
Það spillti einnig, að landstjóri Alaska
lagði á móti því og kvað landið mjög ó-
byggilegt, enda munu þeir félagar, sem
höfðu vetrarsetu á Kodiak, ekki hafa verið
jafnhrifnir og áður eftir þá dvöl. Islending-
arnir gátu á hinn bóginn ekki beðið, og í
þessum' svifum höfðu Islendingar í Kan-
ada, einkum undir forystu Sigtryggs Jóns-