Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 28
14 N. Kv. Rhys Davies: Uppriia — Smásaga — Hálfum degi áður en lokið skyldi skrúf- að fast yfir hana, settist Meg upp í kistunni sinni og bað veikri röddu um glas af vatni. Systur hennar báðar voru önnum kafnar við að taka til, þurrka af og dást að blóm- unum, og er þær höfðu stutta stund staðið hræddar og höggdofa, litu þær báðar á hina nýlátnu með sárbitrum reiðisvip. — Vatn! át Bertha eftir. — Nei, hvað er að heyra. Hvað ætlar þú að gera með vatn? Henni óx móður við hljóm sinnar eigin raddar og hélt áfram í myndugum tón, rétt eins og hún væri að tala við rellið barn: — Leggstu nú niður aftur. Leggstu niður. Þú ert dauð. — Já, bætti Ellen við. — Þú hefur verið dauð í fjóra daga, og það er búið að panta jarðarför og allt það. sonar, fundið nýlendusvæðið við Winniueg- vatn, sem varð Nýja-ísland. Og þeir áttu hauk í horni á hæsta tindi í höfuðborg Kan- ada, þar sem var landstjórinn sjálfur, Duff- erin lávarður. Hann ýtti á eftir því, að Is- lendingum væru sköpuð skilyrði til ný- lendustofnunar, og þangað fór því straum- urinn, en Alaska gleymdist. Jón Olafsson fór svo heim til Islands snemma vors 1875. En það segja menn, er síðar kynntust þessum héruðum í Alaska, að ekkert sé ofsagt í lýsingum Jóns. Þar er allt í senn, náttúrufegurð mikil, landgæði og fiskveiðar frábærar. Meg, sem var snoturlega klædd í nýjum, hvítum, blúndulögðum náttkjól, starði á þær. En í augnaráði hennar var ennþá eitt- hvað af steingerðum stirðleika dauðans, og höfuðið hallaðist, sem hún væri yfirvættis þreytt. Ofurlitlir kippir fóru um herðarnar á henni. Allt í einu lagðist hún aftur út af í kistunni, andvarpaði djúpt og sagði ekki meira. — Ó! sagði Bertha fegin. — Það hefur verið eitthvert líf eftir í taugunum á henni. Það er það, sem hefur komið henni til að setjast svona upp. Þetta er dálítið merki- legt. Nákvæmlega sama og þegar hanarnir hyltast um í garðinum, þegar búið er að höggva af þeim hausinn! Hún settist, og rósemdarsvipur færðist á ný yfir andlitið. — En þetta var annars meira en lítið skelfi- legt, Ellen. Það hefði svo sem verið eftir henni að gera okkur þennan grikk, þegar við vorum búnar að eyða peningum í sorg- arbúning og þessa kistu þarna handa henni, sem kostaði fimm pund. Andlitið á Ellen var ennþá bleikt af nið- urbældum ótta, en henni varð þó einnig létt- ara um mál: — Já, og það koma áttatíu og fimm að jarðarförinni á morgun .... og tilkynning í blaðinu! Hún leit af kist- unni. — Það hefði orðið okkur þokkalegt hneyksli. Systurnar hugsuðu um þær klukkustund- ir, sem eftir voru, þar til grafarinn gæti komið seinnipartinn og skrúfað lokið

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.