Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 29
N. Kv. UPPRISA 15 tryggilega á kistuna. Meg gæti kannske setzt upp aftur og skelft þær á ný með einhverri líftóru. Það gæti vel gerzt eitthvað hræði- legt .... næsta sinn myndi hún kannske vakna alveg til lífsins á ný! — Hann kemur í fyrsta lagi klukkan fimm, sagði Bertha. — Hann er önnum kaf- inn núna fyrst að koma Samson Lewis und- ir græna torfu. — Getum við ekki skrúfað lokið á sjálf- ar? sagði Ellen ofurlítið skjálfrödduð. — Við höfum ekki gott af öðru slíku áfalli. Þetta fór meir en lítið fyrir hjartað á mér. — Það spynnust hara slúðursögur um það, ef við lokum kistunni of snemma, svar- aði Bertha og luisti höfuðið. — Fólk myndi segja, að það væri und- arlegt, hvað okkur lægi á. Þú manst þó, að það koma nokkrir í te til að samhryggjast okkur, þegar lokið verður látið yfir hana. — Almáttugur! sagði Ellen, sem mundi nú allt í einu eftir einhverju. —- Ég gleymdi að kaupa kalt svínakjöt, þegar ég fór í bæ- inn í morgun. — Ég er búin að segja þér, að það er íullgott að hafa sardínur, sagði Bertha á- kveðin og tók aftur til við umræðurnar frá því um morguninn. — Með ristuðu brauði. Við getum ekki gefið kalt svínakjöt bæði í dag og á morgun. — Þegar Ceinwein Roberts var jarðaður, sagði Ellen, sem ekki var alveg eins sárnízk og systir hennar, þá var bæði uxalæri, svínakjöt og kálfasteik. Við komumst ekki af með einn kjötrétt á morgun, Bertha. Það eru ekki allir, sem vilja kalt svínakjöt. — Þá verða þeir að láta sér lynda niður- soðna laxinn, sagði Bertha önug. — Erum við kannske ekki húnar að eyða nógu, bara í föt. Tólf pund og fimmtíu shillingar í vefnaðarvörubúðinni. Enginn getur sagt, að við höfum ekki unnt henni sómasamlegrar útfarar. — En megnið af því er þó handa sjálf- um okkur, sagði Ellen með skyndilegri gremju í garð systur sinnar. Þær rifust stöku sinnum. — Ef við værum dauðar í hennar stað, myndi hún hafa huslað okkur með svo litl- um tilkostnaði sem hægt var, sagði Bertha fýld. — O-já, hún kunni nú aldrei rétt vel að njóta jarðarfara, sagði Ellen eins og sá, sem af eðallyndi reynir að horfa framhjá ágöllum annara. — Nei, svaraði Bertha kuldalega, veik- leiki hennar, það var viský og karlmenn. — Svona, svona, Bertha, það eru svo mörg ár síðan. — 0, sussu, löngunin hefur alltaf búið í henni. Ef hún hefði ekki orðið að leggjast hjálparvana í rúmið, hefði hún áreiðan- lega haldið áfram að þvælast um og verða sjálfri sér og okkur til skammar allt til dauðadags. Jæja, jæja, sagði Ellen sefandi, nú er er henni samt borgið. Og systurnar tvær, sem voru hálffimmtugar, önuglyndar, upp- visnaðar og búnar að missa allan kvenleg- an þokka, horfðu báðar í áttina til kistunn- ar og herptu saman varirnar. Þær voru tví- burar og höfðu báðar sett hið grófa, stríða hár hátt upp á höfuðið með fjölda hárnála og litlum skjaldbökukömbum. Andlitin voru innþornuð og fráhrindandi. Á götunni og í kirkjunni nutu þær þess að koma fram eins og þær ættu eitthvað undir sér; þær vildu gjarna, að fólk héldi, að þær væru efnaðar, og umgengist þær þess vegna með virðingu. Þær voru dætur fremur efnaðs húsameistara, og peningarnir, sem hann hafði önglað saman, lágu í skoti bak við lausa múrsteina í kjallaranum, því að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.