Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 30
16 UPPRISA N. Kv. hafði ekki bundið traust við banka og því um líkt, og dætur hans þá ekki heldur. Hann var orðinn ekkjumaður, er hann dó fyrir fimm árum, og frá þeim tíma hafði ekkert gerzt, sem orðið gat til að vekja at- hygli á tvíburunum og tilveru þeirra. — En nú hafði allur veikleiki yngri systur þeirra uáð lágmarki sínu í dauða, sem þó bar allt of seint að. Þær höfðu alltaf litið á hana sem hvern annan húskross. En þær töldu hvor annari trú um, hve heitt þær elskuðu hana, og stundum höfðu þær svo sannarlega búið til eftirlætismatinn hennar, eplagraut með rjóma, og sýnt henni ofur- litla hugulsemi. Daginn, sem hún lagðist aftúr á bak í rúminu og stirðnaði, fannst þeim, að þegar öllu væri á botninn hvolft, væri þetta það bezta, sem gæti gerzt. Þær tóku þegar að skreyta sig og tensa sig til, því að dauðsfall er mikilvægur viðburður, sem hefur í för með sér ærinn hátíðleika og margvíslega viðhöfn og veitir auk þess ágætt tækifæri til að sýna sig. — Stöku sinnum var hún svo sem ekki svo afleit, auminginn, hafði Ellen sagt, milli þess að hún skældi. —- Það var nú samt sorglegt, að hún skyldi burtkallast á svo ungum aldri. — Já, sagði Bertha, — hún hefði fyrst átt að reyna að koma einhverri reglu á líf- erni sitt. En það er nú um seinan .... — Já, víst er það. Og eftir að hafa nokkra hríð notið í rík- um mæli dásemda sorgarinnar, tóku þær til starfa og gerðu sér þess ljósa grein, að þeirra beið nú óviðjafnanlegt ævintýri. Þær mundu aka í skrúðfylkingu, eins og þær væru tiginbornar manneskjur, fullar tvær mílur út í kirkjugarðinn, og á hverju götuhorni myndi fóllc þyrpast saman og teygja úr sér til þess að sjá. Og svo leit út fyrir, að þetta ætlaði allt að fara út um þúfur. Svo sem klukkutíma síðar þennan seinnipart settist Meg upp á ný og horfði í kringum sig með þessum hræðilega augnsvip, og bleikar varirnar innfallnar, svo að skein í bera góm- ana .... Því að systur hennar höfðu tekið úr henni gervitennurnar, sem kostað höfðu tíu pund. Og aftur bað hún svo góðlega um svolítið vatn. Ellen var ein í herberginu, því að Bertha var farin niður til að matbúa handa gestun- um, og þegar hún varð þess áskynja, að í þetta sinn væri eitthvað mjög óvenjulegt að gerast um líkið, skjögraði hún fram að dyr- unum og æpti á systur sína. Bertha kom æð- andi upp með hálfan brauðhleif í hend- inni. — Hvað er það nú? sagði hún hvasst. Grunurinn um það, sem væri á ferðum, hafði búið um sig og bólgnað í henni. — Nú er hún þarna aftur og biður um vatn! kveinaði Ellen og bætti við í örvænt- ingu: — Hún er bara alls ekki dauð! -—- Bull og vitleysa! Bertha stóð í dyrun- um og fnæsti eins og fælin hryssa. — Hef- ur læknirinn kannske ekki sjálfur skrifað dánarvottorðið hennar? Og hann sagði, að hún væri dauð. En hún gat ekki í kringum það komizt, að þarna sat Meg, stirð eins og stytta, og leit í kringum sig með hjálparvana og aumkunarverðu augnaráði. — En ef hún er ekki dauð, hélt Bertha áfram, — þá skal læknirinn fá að borga skaðabætur .... .... við höfum eytt næstum því tuttugu pundum í þig! hrópaði hún allt í einu og benti ásökunarfingri á hið þögla lík. Systurnar urðu samferða í áttina að kist- unni, reiðar, en ekki að sama skapi hug- djarfar. Nú tók Ellen einnig að hrópa í ör- væntingu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.