Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 31
N.Kv. UPPRISA 17 — Leggstu niður! Heyrirðu það, leggstu niður! Það á að jarða þig á morgun. Klukk- an hálfþrjú. Og það koma áttatíu og fimm gestir. Bertha tók í handlegginn á Ellen til að róa hana og byrjaði með kisulega vingjarn- legri röddu að tala við Meg: — Leggstu nú heldur útaf aftur, Meg, þú getur hvort eð er aldrei orðið meira en hálflifandi. Þú getur alls ekki lifað neinu lífi eins og þú ert í blöðrunni og nýrunum. Og ef við förum frá þér, hver á þá að sjá um þig? Þá lendir þú bara á fátækraheim- ilinu. Lífið er alls ekki þess virði að lifa því, kæra Meg. Það er reglulega sorglegt og andstyggilegt, og það verður enn miklu verra í framtíðinni. Leggðu þig nú fallega út af og deyðu, þá komum við fljótlega á eftir. Það geturðu sannarlega treyst á. Þér kemur til með að líða miklu betur í öðrum heimi en þessurn hér. — Finnn pund bara fyrir kistuna þína eina, greip Ellen fram í ræðu systur sinnar, en heppnaðist ekki að hefja sig svo hátt yfir hina jarðneskari hluti. — Hefurðu séð, hvað hún er falleg. Gljáfægð eik. Leggðu þig nú fallega útaf og deyðu, þá ertu góð stúlka. Leggðu þig útaf og vertu dauð! En augun í Meg beindust að brauðhleifn- um hálfa, sem Bertha hélt enn á í hendinni. Ofurlítill lífsglamjsi kom í þau. — Brauð, umlaði hún. — Brauð, og hún rétti fram titrandi höndina og andvarpaði feginsamlega. Nú höfðu systurnar loksins fengið vissu sína fulla og æptu upp af skelfingu og reiði. Gauragangurinn dró þangað nokkra af nágrönnunum. Tvíburarnir froðufelldu og stömuðu, en nokkrar kynsystur þeirra, sem höfðu meðaumkun með þeim, reyndu að hugga þær, og hinir stóðu umhverfis kistuna í hæfilegri fjarlægð af virðingu fyr- ir dauðanum. Enginn hafði tilburði til að lyfta máttvana konunni upp úr kistunni né gefa henni þá lífsnæringu, sem hún bað um. Frú Williams,sögul og myndugleg matróna, kvað upp úr og lýsti yfir því, að það yrði að sækja lögregluna, áður en nokkuð ann- að yrði tekið til bragðs. Eftir nokkra stund birtist Johns lögregluþjónn niðri og spurði með hárri vanþóknunarröddu: — Hvað er hér á seyði með þetta lík, sem hefur lifnað við á ný, Bertha Evans? — Það er uppi, kjökraði Bertha. En er hún leit á lögregluþjóninn, tók sjálfsöryggi hennar að aukast á ný. Hún gerði sér ljóst hið einstæða tækifæri til áhrifamikilla at- burða, sem hér bauðst. Lögregluþjónninn þrammaði þyngsla- lega upp. Ellen var nú búin að ná sér og skýrði frá því aftur og aftur, hvernig Meg hefði þegar setzt upp tvisvar sinnum. Meg lá nú og hallaðist aftur á bak milli fjólu- blárra satinfellinganna, máttvana af árang- urslausum tilraunum sínum að öðlast mat og drykk. Enginn vafi var þó á því, að hún var í þann veginn að fá á sig lífslitinn aft- ur. Lögregluþjónninn virti hana fyrir sér með tortryggnislegu og ásökunarfullu augnaráði, svo sem hæfði stöðu hans og stétt. Þegar Meg sá hann, gaf hún frá sér veikt hljóð, eins og hún væri hrædd. Eitt sinn á sínum ungu og glöðu dögum hafði hún verið tekin föst fyrir ölvun .... — Læknirinn verður að líta á hana, til- kynnti Johns lögregluþjónn eftir nokkurra mínútna nákvæma íhugun. — Ég hef ekk- ert hér að gera! Og svo fór hann. Nokkur stund leið, áður en náðist í lækn- inn. Það var nú liðið á kvöld, og ekki var Meg tekin úr kistunni. Eftir að fréttirnar höfðu náð að berast út, streymdi fólkið hvaðanæva að allan tímann. Bertha og Ell- en sem báðar höfðu nú náð sér að fullu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.